Energy
3.445 kr.
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
Energy er oft tekið til þess að:
- Bæta einbeitingu
- Draga úr þreytu
- Minnka kvíða
- Draga úr streitu
- Bæta hormónastarfsemi
Energy – Fæðubótarefni
Energy er sérstaklega samsett vítamínblanda til að skerpa athygli og gefa aukna orku.
Energy getur:
- Dregið úr þreytu
- Minnkað kvíða
- Dregið úr streitu
- Bætt einbeitingu
- Bætt hormónastarfsemi
Fyrir hverja?
- Íþróttafólk fyrir æfingu
- Námsmenn
- Konur á breytingaskeiði
- Þá sem þurfa aukna orku fyrir daglegt amstur
Blandan inniheldur burnirót, L-theanín, 105 mg koffín m.a. úr guarana fræjum ásamt B-vítamín blöndu (B5, B6 og B12 vítamín). Burnirót og L-theanín eru jurtir sem eru taldar auka einbeitingu og minnka kvíða. Burnirót er einnig talin vera góð til að vinna gegn síþreytu, orkuleysi, sleni, depurð og streitu. Koffín getur dregið úr þreytu og örvað taugakerfið. Samkvæmt rannsóknum stuðlar B-vítamín m.a. að bættri hormónastarfsemi ásamt eðlilegum efnaskiptum.
Burnirót á sér langa sögu sem lækningajurt eða aftur til ársins 77 e.Kr. og stuðlar hún að almennri vellíðan og jafnvægi í líkamanum. Rótin virðist virka vel meðal annars gegn stressi, einbeitingarskorti og getur stuðlað að bættum árangri fólks í íþróttum. Koffín er örvandi efni sem finnst í náttúrunni, til dæmis í kaffi, tei, kakó og súkkulaði. Gæta þarf þess að neyta koffíns í hóflegu magni og eru þau 105 mg af koffíni sem Energy inniheldur, vel undir hóflegum mörkum. Þungaðar konur og börn ættu ávallt að forðast koffín.
L-theanín er rannsakað bætiefni sem stuðlar að auknu jafnvægi og minna stressi.
B-vítamín blanda Energy inniheldur B5, B6 og B12. Blandan styrkir húð og meltingarfæri, hjálpar til við myndun serótóníns í heilanum og er mikilvæg fyrir vöxt, frjósemi og tauga- og ónæmiskerfi. Að auki styður hún við súrefnisflutning líkamans um rauðu blóðkornin.
Energy eykur orku og einbeitingu án þess að skaða tennurnar.
Innihald og notkun
Innihald: Burnirót, guarana fræ extrakt, L-theanín, kalsíum pantóþenat (B5-vítamín), pýrídoxín HCl (B6-vítamín), sýanókóbalamín (B12-vítamín).
Ráðlagður neysluskammtur: 2 hylki.
Tvö hylki innihalda:
• Burnirót 333 mg
• Koffín 105 mg
• L-theanín 200 mg
• B5-vítamín 12 mg (200% NV)
• B6-vítamín 3,5 mg (250% NV)
• B12-vítamín 25 mcg (1000% NV)
• Önnur innihaldsefni: hylki úr jurtabeðmi
Geymist á þurrum og svölum stað þar sem börn ná ekki til.
Ekki er ráðlagt að neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu.
Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávallt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.
Fróðleikur
Að viðhalda góðri orku og draga úr streitu er mikilvægt fyrir almenna vellíðan. Jöfn orka yfir daginn gerir okkur kleift að vera einbeitt og afkastamikil, á meðan góð streitustjórnun hjálpar til við að koma í veg fyrir kulnun og styður við andlega og líkamlega heilsu. Þegar orkustigið er í jafnvægi og streita í lágmarki erum við betur í stakk búin til að takast á við áskoranir og njóta betra lífsgæða. Að forgangsraða þessum þáttum getur leitt til beti líðan, betri svefns og sterkara ónæmiskerfis, sem allt stuðlar að langtíma heilsu og hamingju. Energy er sérstaklega samsett vítamínblanda til að skerpa athygli […]
Þeir sem leggja stund á langhlaup eða aðra krefjandi íþrótt vita að nauðsynlegt er að halda góðri og jafnri orku með því að næra sig vel og taka hjálpleg bætiefni. Melkorka Kvaran, hjúkrunar- og íþróttafræðingur tekur Energy á morgnanna, sérstaklega fyrir langar æfingar. ,,Mér finnst það hjálpa mér að halda jafnri orku í gegnum æfinguna“.
Ég finn góða orku og einbeitingu án þess að verða ör. Það eina sem ég geri er að drekka nógu mikið vatn og taka tvær töflur af Energy fyrir æfingar.“
Hildur Björk Guðmundsdóttir hefur tekið inn Energy frá Saga Natura í eitt og hálft ár með góðum árangri. Hún segir Energy koma sér í rétta gírinn fyrir æfingar og hámarka andlega og líkamlega getu og bæta úthald. Hildur hóf að taka inn Energy fyrri hluta árs 2021 og árangurinn lét ekki á sér standa. „Ég tek inn Energy 2-3 sinnum í viku auk þess sem ég laumast stundum í það seinnipart dags ef vinnudagurinn dregst fram á kvöld.
Skyldar vörur
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
SagaMemo getur:
- Skerpt athygli og einbeitingu
- Minnkað heilaþoku
- Stutt við almenna vitsmunaheilsu
- Haft jákvæð áhrif á minni
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
Magnesíum sítrat getur:
- Stuðlað að betri svefni
- Bætt meltingu
- Linað fótapirring
- Minnkað þreytu og streitu
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
AstaSkin getur:
- Aukið náttúrulegan raka húðarinnar
- Minnkað bólur
- Bætt exem þ.m.t. sólarexem
- Bætt sprungna og þurra húð
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
Íslenskt Astaxanthin getur:
- Minnkað bjúg og bólgur
- Aukið úthald og endurheimt
- Verndað vöðva, hjarta- og æðakerfi, heila, augu og húð
- Verndað húðina gegn UV geislum sólar
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
SagaPro er oft tekið til þess að:
- Bæta svefn með því að fækka salernisferðum á nóttu
- Fækka salernisferðum í löngum göngum, hjólreiðum, golfi og skíðum
- Bæta lífsgæði hjá einstaklingum með ofvirka þvagblöðru
- Getur dregið úr bólgum