Spurt & svarað

Hér að neðan má finna svör við algengum spurningum.

Almennar spurningar

Já, það er leyfilegt að taka fleiri en eina vöru í einu en vert er að hafa til hliðsjónar næringarviðmið Evrópusambandsins. 

Hægt er að greiða með debit- og kreditkortum á vefsíðu okkar. Auk þess er hægt að greiða með ApplePay og Google. Við tökum einnig við greiðslum í gegnum Netgíró og YAY gjafabréf. Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vantar aðstoð endilega hafðu samband við okkur í síma 562-8872

Vörurnar okkar fást í vefverslun okkar, Nettó, Fjarðakaup, Krónunni, Lyfja, Lyf og heilsa. Athugið að vöruframboð er mismunandi eftir verslunum, en allar vörur fást þó á heimasíðu okkar. 

Með því að vera í áskrift færðu 20% afslátt af vörum okkar. Í áskrift berast fæðubótaefnin þér að kostnaðarlausu inn um lúguna hjá þér og þú fyllir á dósina sem þú færð senda í upphafssendingunni. Þetta er því hagkvæmari og umhverfisvænni kostur fyrir þá sem vilja taka vítamín og bætiefni reglulega.  

Sjá myndband: https://youtu.be/VO0gT9kZgyg 

Nei. Heimsending er áskrifendum að kostnaðarlausu. Í fyrstu sending berst þér dós heim og í næstu sendingu kemur umslag með vörunni þinni, sem þú notar til að fylla á dósina. Gæti ekki verið einfaldara.  

Ef verslað er yfir 8.000 kr. er heimsending að kostnaðarlausu. Ath. ef það er notaður afsláttarkóði og pöntun fer undir 8.000 kr þá er fría heimsendingin ekki í gildi

Dósirnar okkar eru úr áli og voru hannaðar með því hugarfari að endast lengi fyrir áskrifendur til að hægt væri að fylla á þær. Ef dósirnar eru ekki lengur í notkun mælum við með því að endurvinna áldósirnar með því að fara með þær í Grænu Tunnuna hjá Íslenska Gámafélaginu, skila áldósunum á endurvinnslustöðvar Sorpu eða setja beint í svörtu ruslatunnuna, en gæta þess að dósin sé ekki í poka svo að hægt sé að flokka hana frá óendurvinnanlegum úrgangi.  

AstaSkin

Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávallt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.

Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávallt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.

Það getur verið mjög einstaklingsbundið hvenær árangur kemur fram, í einstaka tilvikum gerist það eftir tvær vikur, en í langflestum tilvikum er sýnilegur árangur eftir 4-8 vikur. 

Nei. AstaSkin inniheldur vatnsrofið fisk kollagen sem getur valdið ofnæmisviðbrögðum hjá þeim sem hafa fiskiofnæmi.

Kollagen sem er í vörunni kemur úr fiski og er því ekki vegan. 

Já. Astaxanthin ver húðina gegn útfjólubláum geislum. Rannsóknir benda til að Astaxanthin verji húðina gegn útfjólubláum geislum sólar og dregur þar með úr ótímabærri öldrun húðarinnar. Talið er að húðin þorni síður og hrukkist, sem er eitthvað sem gerist hjá flestum þegar aldurinn færist yfir. 

Energy

52,5 mg, samtals eru því 105 mg í ráðlögðum dagskammti. 

Það fer eftir þörfum hvers og eins. Ekki er mælt með að taka koffín stuttu fyrir svefn. Rannsóknir hafa sýnt að neysla koffíns, undir 400 mg á dag (u.þ.b. 4 kaffibollar) hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi, sé skaðlaus fyrir heilsuna. Neysla umfram það magn eykur hættuna neikvæðum áhrifum á heilsu.

Nei. Engergy hefur engin skaðleg áhrif á tennur.

Nei ekki er nauðsynlegt að borða með Energy.  

Koffínið kemur meðal annars úr guarana fræjum. 

AstaLýsi

Já, AstaLýsi inniheldur D-vítamín, 20 µg² í einni teskeið.  

1 teskeið af AstaLýsi inniheldur:
Omega-3: 1300 mg
Þar af EPA: 560 mg
Þar af DHA: 450 mg
AstaKey® Astaxanthin: 2 mg
A-vítamín: 560 µg¹
D-vítamín: 20 µg²
E-vítamín: 4 mg³
¹70%, ²400%, ³33% af næringarviðmiði fyrir fullorðna.

Appelsínubragð er af AstaLýsinu. AstaLýsi vann bragðverðlaun árið 2018 og 2019. Smakkaðu og það mun koma þér á óvart. 

Já, það er í góðu lagi.  

AstaLýsi er sniðið að fullorðnum einstaklingum og getum við ekki mælt með því fyrir börn. Ráðlagður dagsskammtur á umbúðum er miðaður útfrá fullorðnum skv. reglugerðum. Við mælum með að skoða magn vítamína í AstaLýsi og miða við eftirfarandi ráðleggingar:

Norrænar ráðleggingar : Lesa nánar

 (landlaeknir.is) Efsa (EU) ráðleggingar:  https://multimedia.efsa.europa.eu/drvs/index.htm (europa.eu)

SagaImmune

50 μg eða 2000 alþjóðaeiningar (IU) af D-vítamíni er í SagaImmune 

SagaMemo

Rannsókn á músum hefur sýnt fram á áhrif þessara jurta á virkni asetýlkólínesterasa, en það er ensím sem brýtur niður taugaboðefnið asetýlkólín. Mörg lyf við Alzheimer’s hindra virkni asetýlkólínesterasa til að auka magn asetýlkólíns. SagaMemo er talið seinka niðurbroti á asetýlkólíni.

Já, í SagaMemo eru auk Imperatorins að finna Gingko Bilbo, sem hefur verið notað sem lækningajurt í margar aldir í Kína, en það er talið geta haft ýmis jákvæð áhrif á starfsemi heilans, svo sem að auka blóðflæði til hans, sem styður við heilavirkni. Margir telja það einnig hafa áhrif á minni og draga úr minnistapi.

Þá er einnig að finna Bacopa monnieri í vörunni, en það hefur verið notað um aldarskeið í indverskri Ayurvedic lækningarhefð og er talið geta aukið ýmis efni í heilanum sem styðja við minni, skýra hugsun og lærdómshæfni. 

Við höfum heyrt frá viðskiptavinum okkar að það að taka SagaMemo og Energy saman hafi sýnt góðan árangur í að skerpa athygli. 

Voxis

Nei. Rannsókn sýnir að efnið sem notað er til þess að fá lakkrísbragðið hækkar ekki blóðþrýsting, sé þess neytt í eðlilegu magni. Gott er að hafa í huga að allt er gott í hófi, og þegar miðað er við eðlilegt magn er ráðlagt að neyta ekki sem nemur meira en einum poka af Voxis Lakkrís á dag. Voxis Lakkrís er að auki sykurlaus og hentar því vel þeim sem huga að heilsu sinni.  

Rannsókn: Gelderen et al. 2000 https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/11125713/

Nei, það er ekkert sem bendir til þess. Samt sem áður hafa einstaka aðilar fundið fyrir því að  of mikið magn af Voxis haft örlítil hægðalosandi áhrif.

Nei.  Voxis molarnir gætu aftur á móti aðstoðað við tannhirðu þar sem molarnir auka munnvatnsflæði. 

Þó skal taka það fram að Voxis Original inniheldur sykur og glúkósasýróp sem getur verið skaðlegur fyrir tennur. 

Voxis vörurnar hafa enga viðbætta sýru.

Voxis Sykurlaus er lágkolvetna vænn þar sem molarnir innihalda sætuefnin isomalt og steviu sem hafa ekki áhrif á blóðsykur.

Ekki eins og er – en við erum alltaf að þróa og bæta hjá okkur. 

Ef eftirspurn er fyrir því þá mögulega er farið í það. 

Já, tannlæknar hafa nefnt það að sykurlausu molarnir auka munnvatnsflæði og þannig aðstoðað við tannhirðu. 

Hvönnin er handtýnd í Hrísey. 

SagaPro

Já. Klínísk rannsókn hefur verið gerð á SagaPro sem sýndi fram á virkni vörunnar hjá einstaklingum með einkenni ofvirkrar blöðru.

Ráðlagður dagskammtur eru tvö hylki á dag, en það er ekkert sem mælir gegn því að taka meira magn. 

SagaPro minnkar ekki þvagframleiðslu, heldur hjálpar blöðrunni að fyllast eðlilega, án þess að valda þvaglátsþörf með hálf fulla blöðru. 

SagaPro veldur engum aukaverkunum svo vitað sé. 

Það er mjög einstaklingsbundið hversu fljótt fólk finnur fyrir áhrifum. Að jafnaði finnur fólk fyrir  virkni eftir 2 daga til viku. Við mælum þó með því að prófa að taka SagaPro daglega í tvær vikur, þar sem stundum kemur virknin ekki fram fyrr en þá. 

AstaEye

Já. AstaEye er byggt á niðurstöðum AREDS2 rannsóknarinnar þar sem var framkvæmd af National Eye Institute í Bandaríkjunum. Niðurstöður sýndu að þeir sem notuðu AREDS2 formúluna voru 25 prósent ólíklegri til þess að þróa með sér ellihrörnun í augnbotnum á efri stigum samanborið við þátttakendur sem fengu lyfleysu. 

Við vöruþróun á AstaEye var ákveðið að bæta aukalega Astaxanthini í vöruna þar sem rannsóknir hafa sýnt að það hafi jákvæð áhrif á augnheilsu, meðal annars með því að verndar augnbotnana. Þá er einnig talið að það dragi úr  augnþreytu og  augnþurrk og minnkað eða hægt á augnhrörnun sem margir upplifa með hækkandi aldri. 

Já. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Astaxanthin dragi úr augnþurrki. 

Íslenskt Astaxanthin

Við mælum alls ekki með því að sleppa sólavörn. Astaxanthin styður hins vegar enn fremur við húðheilsu með því að  verja húðina gegn útfjólubláum geislum. Rannsóknir benda til að Astaxanthin verji húðina gegn útfjólubláum geislum sólar og dregur þar með úr ótímabærri öldrun húðarinnar. Talið er að húðin þorni síður og hrukkist eins og gerist hjá flestum þegar aldurinn færist yfir. 

SagaCranberry+

Já, mælt er með að nota SagaCranberry+ í stað SagaPro ef þú ert gjörn/gjarn á að fá endurteknar þvagfærasýkingar. SagaCranberry+ inniheldur sama magn af hvannarlaufaþykkni og er í SagaPro. 

Já. Við mælum með því að taka eitt hylki á dag til þess að draga úr líkum á því að fá þvagfærasýkingu.

Við mælum alltaf með því að leitað sé til læknis ef þú hefur einkenni þvagfærasýkingar. 

Finnur þú ekki svar við þinni spurningu?

Sendu á okkur fyrirspurn hér að neðan og við svörum þér eins fljótt og auðið er…

  Loka Karfan mín
  Loka Óskalisti
  Close Nýlega skoðað
  Loka
  Loka
  Flokkar
  Karfan mín
  Karfan er tóm
  Byrjum að versla!
  Byrjaðu að versla
  0