Eru vandræði með áskriftina?

Hér að neðan er að finna svör við algengum spurningum varðandi áskriftir, sendingar og uppfærslu á kortaupplýsingum sem tengd eru áskriftinni þinni.

Viðskiptavinur skráir sig inn á mínar síður

Þegar smellt er á Innskráning / Skráning, efst í hægra horni síðunnar opnast innsrkáninginargluggi þar sem setja þarf inn það tölvupóstfang sem skáning í áskrift var tengd við. 

Ef þú mannst ekki lykilorðið þitt smellirðu einfaldlega á “Týnt lykilorð” og færð nýtt lykilorð sent í tölvupósti.

Greiðsla á endurnýjun áskriftar fór ekki í gegn

Ef endurnýjun á áskrift hefur ekki farið í gegn er algengasta ástæðan að ekki sé næg heimild til staðar, viðskiptavinur hafi fengið nýtt kort eða að gleymst hefur að haka í boxið ,,vista kort fyrir framtíðarviðskipti”  við skráningu í áskrift (á við um eldri greiðslugátt sem við nýttum okkur). En með því að haka í boxið gaf viðskiptavinur greiðslugáttinni heimild til að gjaldfæra framtíðar endurnýjanir. 

Með því að smella á “pantanir” má sjá nýjustu endurnýjun efst í listanum.

Fyrir aftan þá nýjustu sem ekki fékkst greiðsla fyrir, ætti að vera hlekkur fyrir aftan sem á stendur “borga”.

Þegar smellt er á “borga” fæst samband við nýja greiðslugátt og hægt að greiða fyrir endurnýjunina, ásamt því að uppfæra kortaupplýsingarnar sem tengdar eru áskriftinni.

Við höfum innleitt nýja greiðslugátt, þar sem ekki er þörf á að haka í samþykki fyrir framtíðar gjaldfærslum – Greiðslugáttin geymir sjálfvirkt kortanúmerið þitt og áskriftin ætti að endurnýjast eðlilega. 

Þegar smellt er á “Áskriftir” sjást þær áskriftir sem viðkomandi hefur verið með.

Ef um fleiri en eina áskrift er að ræða þarf að smella á “útsýni”.

 

Smelltu á hnappinn uppfæra kortaupplýsingar.

Með því að smella á hnappinn “breyta greiðslumáta” færðu samband við greiðslugátt til þess að uppfæra kortaupplýsingarnar. 

Þegar viðskiptavinur stofnar áskrift velur hann “áskriftir” í efstu stikunni á heimasíðu Saga Natura.

Þar velurðu vörur sem þú vilt skrá í áskrift.

Þegar þú smellir á vöruna sem þú hefur áhuga á að setja í áskrift færðu upp vörusíðuna og getur þar valið hvort þú vilt fá mánaðarlega endurnýjun eða á tveggja mánaða fresti.

Að því loknu smellirðu á “setja í körfu”

Þegar þú hefur bætt í körfuna þeim vörum sem þú vilt hafa í áskrift smellirðu á “ganga frá greiðslu”.

Næst færðu upp síðu þar sem þú þarft að skrá inn sendingarupplýsingar. Mikilvægt er að skrá nákvæmlegar upplýsingar um heimilisfang, íbúðarnúmer og aðrar upplýsingar sem þarf til Pósturinn geti afhent sendinguna.

Ef þú ert nýr viðskiptavinur velurðu þér notendanafn og lykilorð.

Hafir þú verið í áskrift áður þarftu að skruna efst á síðuna og setja inn upplýsingar um aðganginn þinn hjá okkur.

Munir þú ekki lykilorðið – þarftu að haka í “týnt lykilorð” og kerfið sendir þér nýtt á tölvupóstfangið sem skráð er hjá okkur.

Næst er svo að samþykkja skilmála

Áminningin um að vista greiðsluupplýsingar á við um næsta skref

Þegar smellt er á “ganga frá kaupum” fæst samband við greiðslugátt þar sem kortaupplýsingar eru settar inn. 

Mikilvægt er að haka í “vista kort fyrir greiðlur síðar meir”  án þess vistar greiðslugáttin ekki kortaupplýsingar og kerfið getur ekki endurnýjað áskriftina.

Þegar smellt er á greiða þarf yfirleitt að staðfesta greiðsluna með rafrænum skilríkjum hjá viðkomandi viðskiptabanka.

Til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar í áskrift bestu verðin reiðum við okkur á bréfsendingar póstsins til þess að koma sendingunni þinni inn um lúguna.

Pósturinn gefur sér að meðaltali 5 virka daga að koma sendingum til skila. 

Ef sá tímarammi er liðinn, viljum við gjarnan heyra frá þér, annaðhvort í síma  562 8872 eða með tölvupósti á [email protected] / [email protected].

 

 

Ef áskrifandi vill uppfæra áskriftina sína og bæta við vöru þá þarf viðkomandi að vera innskráður á mína síðu á vefnum.

Með því að smella á “áskriftir” á verslunarstikunni efst á skjánum

Þar lendir þú inni í vefverslun Saga Natura og getur valið þá áskrift sem þú vilt bæta við áskriftina þína.

Með því að haka í boxið “add to an existing subscription” bætist við núverandi áskrift, sé því sleppt stofnast ný áskrift.

ATH! Nauðsynlegt er að stofna nýja áskrift  ef endurnýjunin á að vera á annarri tíðni (t.d. annarn hvern mánuð) en sú áskrift sem nú er í gildi.

Sé áskrifandi með fleiri en eina vöur í áskrift getur hann fjarlægt vöru úr áskrift. 

Undir “áskriftir” sérðu lista yfir þær vörur sem þú ert í áskrift á. Með því að smella á x-ið fyrir framan vöruna fjarlægir þú þær úr áskriftinni.

 

Á mínum síðum getur viðkomandi uppfært það heimilisfang sem tengt er við áskriftir. Heimilisföng uppfærast EKKI í tengslum við þjóðskrá.

 

Mikilvægt er að uppfæra bæði heimilisfang innheimtu og sendinga og haka við “update for all future renewals og my subscription”

Viðskiptavinur getur sagt upp áskriftinni sinni á mínum síðum. Ekkert uppsagnarákvæði er á áskriftinni og henni verður sagt upp samstundis.

Undir áskriftir hefur þú yfirsýn yfir þær áskriftir sem þú ert með.

 

Ef um fleiri en eina áskrift er að ræða þarf að smella á hnappinn “útsýni” fyrir aftan þá áskrift sem segja á upp.

Þá fæst yfirlit yfir þær aðgerðir sem hægt er að fara í við þá áskrift sem valin hefur verið. 

Smellið á hnappinn “segja upp áskrift”

 

 

 

Sé áskriftin þín á bið getur þú farið inn á þínar síður og smellt á áskriftir. 

 

Með því að smella á “virkja aftur” hefurðu aftur viðkomandi áskrift.

Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0