Er eðlilegt að fá bólur á píkuna?

Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar.

Lesa meira »

Er eðlilegt að fá oft sveppasýkingu eftir blæðingar?

Það er mjög algengt að upp komi sviði eða kláði í kringum blæðingar. Þessi óþægindi eru hinsvegar ekki alltaf sveppasýking. Hjá sumum konum verður breyting á bakteríuflórunni í leggöngum þegar þær fara á blæðingar. Það er vegna þess að sýrustigið í leggöngunum og sýrustig tíðablóðsins er ekki það sama og það hefur áhrif á flóruna.

Lesa meira »

Er eðlilegt að það sé vond lykt af píkunni?

Vond lykt af píkunni getur verið merki um sýkingu en þarf þó ekki að vera það. Það er eðlilegt að það sé einhver lykt af píkunni en ef að passað er að þrífa sig vel þegar maður fer í sturtu og skipa daglega um nærföt þá er óþarfi að hafa áhyggjur. Það er ekki æskilegt að nota ilmvörur til að draga úr lyktinni þar sem að þær geta verið mjög ertandi.

Lesa meira »

Er útferð eðlileg?

Útferð er fullkomlega eðlileg en getur verið mismikil eftir aðstæðum. Útferðin breytist til dæmis yfir tíðarhringinn bæði hvað varðar magn og útlit. Eðlileg útferð er oftast glær eða ljós á litinn og lyktarlaus.

Lesa meira »

Hvaða einkenni fylgja sveppasýkingu?

Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru legganganna. Þegar sýrustigið raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).

Lesa meira »
Close My Cart
Close Wishlist
Close Recently Viewed
Close
Close
Categories
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0