SagaPro 60 hylki – Áskrift
Frá: 4.966 kr. 3.973 kr. / mánaðarlega
SagaPro Fæðubótarefni
Rannsóknir benda til að SagaPro dragi úr tíðni þvagláta hjá þeim sem eru með litla eða minnkaða blöðrurýmd og eru notendur á öllum aldri og endurspegla rúmlega 1% af íslensku þjóðinni sem nota fæðubótarefnið daglega. Ef þú pissar 6-8 sinnum á dag er líklegt að þú sért með ofvirka þvagblöðru.
SagaPro er íslensk náttúruvara sem inniheldur handtínda íslenska hvönn. Hvönn hefur verið ein merkasta lækningajurtin í Norður-Evrópu í mörg hundruð ár. Virka efnið í vörunni kemur er unnið úr íslensku ætihvannarlaufi og hefur hún verið rannsökuð í yfir 25 ár af vísindamönnum Saga Natura. Lauf ætihvannarinnar eini hluti plöntunnar sem hefur sýnt bein áhrif af fækkun þvagláta. Þess má geta að varan hefur engar aukaverkanir.
Fækkaðu salernisferðunum
Notendur SagaPro hafa tekið 1-2 töflur fyrir svefninn til að koma í veg fyrir eða fækka salernisferðum að nóttu til. Tíð þvaglát valda jafnan mikilli truflun á nætursvefni og finna margir mun á gæðum svefnsins eftir að inntaka hefst. Jafnframt hafa lífstílshópar í auknum mæli verið að taka fæðubótarefnið til að fækka salernisferðum á meðan áhugamálin eru stunduð að kappi. Þetta á við t.d. hlaupara, golfara, hjólreiða – og göngufólk.
Reynslusögur frá viðskiptavinum Saga Natura
Sigrún Birna Kristjánsdóttir, lögfræðingur í framkvæmdateymi Þorpsins tengslaseturs
,,Ég heyrði af SagaPro fyrir um tveimur árum en hafði ekki mikla trú á því í fyrstu því ég hélt að það væri bara fyrir karla og blöðruhálskirtilinn. Svo ákvað ég að gefa því séns því ég þurfti svo oft á salernið á nóttunni og fannst lygilegt hversu fljótt það virkaði því strax á þriðja degi var ég farin að finna áþreifanlegan mun og þurfti bara að fara aðeins einu sinni á klósettið í stað þess að fara tvisvar til þrisvar sinnum, og í dag er bara hending ef ég vakna til að fara á klósettið á næturna. Það er mikil og góð breyting,“ segir Sigrún Birna, ánægð með árangurinn.“
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér
Sigursteinn Steinþórsson, fyrrum lögregluþjónn
,,Eftir að ég byrjaði að taka SagaPro sef ég betur og tíðni salernisferða á nóttunni hefur snarminnkað. Þetta er veruleg breyting og rosalegur munur að geta sofið vel. Ég fæ dýpri og óslitinn svefn í lengri tíma og vakna úthvíldur á morgnana og mér líður mun betur út allan daginn.“
Hægt er að lesa viðtalið í heild sinni hér:
SagaPro er oft tekið til þess að:
- Bæta svefn með því að fækka salernisferðum á nóttu
- Fækka salernisferðum í löngum göngum, hjólreiðum, golfi og skíðum
- Bæta lífsgæði hjá einstaklingum með ofvirka þvagblöðru
- Getur dregið úr bólgum
Innihald og notkun
Innihald: Hrísgrjónamjöl, SagaPro® hvannarlaufa extract, bambus extract, magnesium sterat, hylki úr jurtabeðmi (HPMC).
Ráðlagður daglegur neysluskammtur: 1-2 hylki á dag, yfir daginn eða fyrir svefn eftir þörfum.
Eitt hylki inniheldur:
SagaPro®: 100 mg
Mælt er með að taka 2 hylki fyrstu þrjá dagana þegar byrjað er að nota SagaPro.
Notkun
Við mælum með 1-2 töflum og er einstaklingsbundið á hve stuttum tíma virknin kemur fram. Fólk hefur sagst merkja áhrif frá allt niður í fimm daga frá upphafi notkunar. Margir finna ekki fyrir breytingu fyrr en eftir lengri tíma, en fjörutíu daga skammtur á að nægja til að taka allan vafa um hvort SagaPro gagnast eða ekki. Rétt er að leita læknis ef um tíð þvaglát er að ræða því orsakir fyrir þeim geta verið margvíslegar. Þetta á sérstaklega við um karlmenn.
Pakkningarstærð: 60 hylki.
Geymist á þurrum og svölum stað þar sem börn ná ekki til.
Ekki er ráðlagt að neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu.
Byggt á 0 umsögnum
0% | ||
0% | ||
0% | ||
0% | ||
0% |
Umsagnir
Það eru engar umsagnir ennþá.