Áslaug Arna háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, ásamt föruneyti sínu, heimsótti okkur hjá Saga Natura í vikunni og kynnti sér starfsemina. Við kynntum fyrir þeim vinnslu á hvannarlaufaþykkni sem notað er í SagaPro, auk annarra heilsuvara úr íslenskum afurðum fyrir innlendan og erlendan markað. Það var gaman að taka á móti þeim og við þökkum þeim innilega fyrir komuna.
Skildu eftir svar