Daði Erlingsson – Íslenskt Astaxanthin lykilatriði í bataferlinu

Heilsa og vellíðan viðskiptavina okkar er hjartað í öllu því sem við gerum. Til að fagna þeim ótrúlegu einstaklingum sem hafa verið partur af vegferð fyrirtækisins í gegnum árin ætlum við að beina kastljósinu okkar að einni manneskju í mánuði og fara yfir sögu hennar. Það eru sögur sem þessar sem gefa okkur drifkraft til að framleiða hágæða vörur og veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hverjum degi. Þín heilsa skiptir okkur máli!

Daði Erlingsson komst í kynni við vörur Saga Natura & Florealis árið 2018. Hann hefur verið dyggur viðskiptavinur allar götur síðan og mælir gjarnan með vörunum við vini og vandamenn. Við settum okkur í samband við Daða til þess að fræðast aðeins um söguna hans.

Daði Erlingsson er 38 ára bifreiðsamiður og flugvirki sem er fæddur og uppalinn í Mosfellsbæ. Hann kemur úr hestafjölskyldu og var lengi í hestum bæði að þjálfa, keppa og vinna við reiðnámskeið. Síðar fór áhuginn að þróast yfir í bíla og breytingar á þeim og svo loks yfir í Motocross enduro. „Ég legg meiri áherslu á enduro þolakstur og hef verið að keppa í því á fullu síðan 2007 með góðum árangri bæði heima og einnig erlendis með landsliði íslands“.

„Þetta er þitt líf. Gerðu það sem þú elskar!

Ekki pæla í hvað öðrum finnst og ekki gleyma að leika þér.“

Daði hefur mikla ástríðu fyrir hreyfingu og heilsu, en þann 16. september 2023 lenti hann í slæmu slysi. „Ég lenti framan á félaga mínum á blindhæð og við það brotuðu handleggur, fótleggur og rifbein og í raun var ég heppinn að missa ekki fótinn þar sem slagæð skaddaðist í slysinu. Ég var sóttur með þyrlu og var á spítala í 4 vikur og 15 vikur rúmar í endurhæfingu á Reykjalundi. Eftir slysið var ég bundinn við hjólastól í 3 mánuði. Í raun var manni kippt algjörlega út úr lífinu, sem var smá erfitt þar sem ég er mjög virkur og flestir sem þekkja mig vita að ég get ekki veri kyrr og alltaf með marga bolta á lofti.“

Síðustu mánuðir hafa farið í endurhæfingu til að ná fyrri styrk og þá hefur þrjóska og keppnisskap sem einkennir Daða svo sannarlega komið sér vel. „Í minni endurhæfingu er búið að vera ómetanlegt að hafa náð að halda bólgum í skefjum og hafa ónæmiskerfi í lagi. Að hafa haft nánast fulla orku er ekki sjáfgefið eftir svona slys, sértaklega á þeim lyfjum sem ég þurfti að vera á. Ég er fullviss að vörurnar frá Saga Natura eiga stóran þátt í því hversu vel og hratt bataferlið hefur gengið fyrir sig og hversu vel mér hefur liðið í gegnum ferlið. “ segir Daði og bætir við „Ég elska að ferðast um landið með stráknum mínum, ganga á fjöll og finna skemmtilega nýja staði á hjólinu út í náttúrunni, eitthvað sem ég stefni á að geta gert seinna á þessu ári eftir slysið.“

„Ég segi öllum að prufa þessar vörur – ég legg það í minn vana að prufa flest sjálfur til að finna hvað virkar og ég get sagt að vörurnar frá Saga Natura & Florealis virka og eru gæðavörur. Það hafa góða heilsu er ekki sjáfgefið og er eitthvað sem ég var vel minntur á í mínu slysi.“

Í gegnum endurhæfinguna hefur Daði verið að nota vörurnar AstaSkin, AstaEye, Íslenskt Astaxanthin og Energy.

„Húðin á mér hefur aldrei verið betri og hef náð að halda bólgum og bjúg í algjöru lágmarki hjá mér þrátt fyrir alla áverkana sem ég hlaut í slysinu. Þetta skilar sér í miklu minni verkjum og óþægindum hjá mér í batferlinu og endurhæfingu. Vörurnar AstaSkin og Íslenskt Astaxanthin hafa hjálpað mér að halda bólgum og bjúg í skefjum. “

AstaEye gerir það að verkum að ég er alveg laus við augnþurrk og augnþreytu, þá sérstaklega á löngum vöktum í vinnu og þegar ég þarf að sitja lengi fyrir framan tölvuskjá. Góð sjón skiptir öllu máli og því tek ég AstaEye fyrst og fremst í forvarnarskyni, því eg vil getað stundað mitt sport og haft góða sjón alla ævi.“

„Ég nota Energy til að halda fókus og minnka síþreytu, ásamt því að ná inn b12 skammti. Á löngum og erfiðum vöktum er gott að sleppa óþarfa orkudrykkjaþambi eða of mikilli kaffidrykkju.“

Húðin aldrei verið betri með AstaSkin
Þú kemst lengra með Saga Pro
Loka
Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0