Svefninn er ekki síður mikilvægur á sumrin 

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku, en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.  

Svefntruflanir eru meðal algengustu heilsufarsvandamála fólks sem býr á norðurhveli jarðar og eru Íslendingar þar engin undantekning. Talið er að einn af hverjum þremur fullorðnum Íslendingum þjáist af svefnleysi einhvern tímann á ævinni og einn af hverjum sjö þrói með sér langvinnt svefnleysi [1]. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, vaktavinna eða sjúkdómar [2].

Á þessum árstíma er birtan líka að trufla marga, en fólk sefur oft um klukkustund skemur á nóttu en á veturna. Birtan hefur áhrif á heilann því hún hemur framleiðslu á hormóninu melatóníni sem gerir okkur syfjuð. Við erum einfaldlega minna þreytt þegar við erum umvafin birtu allan sólarhringinn. Það þýðir samt ekki að við þurfum að hvílast minna. Svefn er enn jafn mikilvægur þó bjart sé úti, bæði fyrir andlega og líkamlega heilsu.

Svefntruflanir eru fljótar að hafa áhrif á líðan okkar og frammistöðu. Fólk finnur strax fyrir þreytu yfir daginn, lakari einbeitingu, eirðarleysi og er ekki eins vel í stakk búið að takast á við sín daglegu verkefni. Langvarandi svefnskortur hefur sérstaklega slæm áhrif á heilsuna og eykur líkur á depurð, þunglyndi og kvíða [3].

Melatónín – knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró

Melatónín er náttúrulegt hormón sem hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna og eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró. Á Íslandi er birtuskilyrðum ekki jafnt skipt milli árstíða, veturnir eru dimmir og sumrin björt allan sólarhringinn. Birtuskilyrðin gera það að verkum að einstaklingar sem búa á norðlægari slóðum eru með mælanlega minna magn melatóníns í líkamanum á sumrin, þar sem dægursveiflan heftir líkamann til að seyta melatóníni [4].

Minna magn melatóníns í líkamanum getur haft svefntruflanir í för með sér, einstaklingur á erfiðara með að sofna, vaknar oftar og sefur skemur [5]. Melatónín frá Florealis getur því verið góður kostur fyrir einstaklinga sem eru ekki með melatónín í hámarki að kvöldi.

Magn melatóníns er ekki aðeins lægra hjá einstaklingum sem búsettir eru á norðurhveli jarðar, heldur einnig hjá einstaklingum sem ferðast á milli landa og upplifa flugþreytu eða vinna vaktavinnu. Algengt er að aldraðir og þeir sem blindir eru, séu ekki með magn melatóníns í hámarki á kvöldin. Skjábirta getur haft áhrif á framleiðslu melatóníns og dregið úr þreytutilfinningu og því getur melatónín verið mikil hjálp.

Melatónín er fæðubótarefni og inniheldur hver tafla 1 mg af melatóníni. Lágmarksskammtur er 1 mg skömmu fyrir svefn. Töflurnar eru framleiddar á Íslandi samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum í lyfjaframleiðslu, GMP.

+

Hér getur þú lesið meira um svefn 

Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

Notkun garðabrúðu (Valeriana officinalis) má rekja allt aftur til 5. aldar fyrir Krist. Áhrif garðabrúðu á svefnraskanir og svefnmynstur hafa verið töluvert rannsökuð. Garðabrúða hefur róandi og svæfandi áhrif. Jarðstöngull og rót jurtarinnar eru þeir hlutar sem eru nýttir til lyfjagerðar.

Read More »

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni?

Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Read More »

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Read More »

 

Heimildaskrá

[1] VK. Chattu, D. Manzar, S. Kumary, D. Burman, D. W. Spence and S. R. Pandi-Perumal, „The global problem of insufficient sleep and its serious public health implications,“ Healthcare, vol. 7, no. 1, pp. 1-16, 2019.

[2] E. Landlæknir, „Talnabrunnur 12.árgangur 3.tölublað,“ Embætti landlæknis, Reykjavik, 2018.

[3] M. A. Paul, R. J. Love, A. Hawton and J. Arendt, „Sleep and the endogenous melatonin rhythn of high arctic residents during the summer and winter,“ Physiology and Behavior, vol. 141, pp. 199-206, 2015.

[4] T. Roenneberg, C. J. Kumar and M. Merrow, „The human circadian clock entrains to sun time,“ Current Biology, vol. 17, no. 2, p. R44, 2007.

[5] N. Pattyn, M. V. Puyvelde, H. Fernandez-Tellez, B. Roelands and O. Mairesse, „From midnight sun to the longest night: Sleep in Antarctica,“ Sleep medicine reviews, vol. 37, pp. 159-172, 2018.

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju
Loka
Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0