Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

Notkun garðabrúðu (Valeriana officinalis) má rekja allt aftur til 5. aldar fyrir Krist þegar fylgjendur Hippókratesar notuðu jurtina við því sem kallaðist ,,móðursýki”. Til eru heimildir um notkun garðabrúðu við svefnleysi á annarri öld eftir Krist. Á miðöldum var jurtin notuð við margvíslegum kvillum svo sem bakverkjum, hósta, augnkvillum og jafnvel plágunni. Garðabrúða hefur róandi, verkjastillandi, svæfandi, verk- og vindeyðandi og krampaeyðandi áhrif. Jarðstöngull og rót jurtarinnar eru þeir hlutar sem eru nýttir til lyfjagerðar.

Klínískar rannsóknir

Áhrif garðabrúðu á svefnraskanir og svefnmynstur hafa verið töluvert rannsökuð. Erfitt er að túlka með afgerandi hætti niðurstöður rannsóknanna því þær hafa notað mismunandi lyfjablöndur og skammtastærðir auk þess sem sumar þeirra nota heilbrigða einstaklinga en aðrar fólk með svefnraskanir. Þó hafa flestar rannsóknirnar sýnt fram á róandi áhrif lyfjablöndu með virkum efnum garðabrúðu þegar hún er borin saman við lyfleysu (placebo). Eiga þær niðurstöður bæði við huglægt mat einstaklinga og hlutlægar mælingar á svefnmynstrum.

Garðabrúða er fáanleg á Íslandi undir heitinu Sefitude en það er viðurkennt jurtalyf unnið úr rót garðabrúðu og er ætlað til að draga úr vægum kvíða og svefntruflunum.

Þú færð Sefitude án lyfseðils
í þínu apóteki

Sefitude

Sefitude er jurtalyf framleitt úr rót garðabrúðunnar sem notað hefur verið til þess að styðja við svefn í aldaraðir. Virkni sem staðfest er í klínískum rannsóknum.

Sefitude er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude getur dregið úr kvíða og róað taugarnar sem styttir tímann sem það tekur að sofna.

Sefitude hefur einnig áhrif á gæði svefnsins, dýpkar og lengir hvert svefnstig ásamt því að draga úr líkum þess að fólk sé að vakna oft á nóttunni og stuðlar að samfelldum svefni. Það er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.

Hér getur þú lesið meiri fróðleik um svefn og kvíða

Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

Notkun garðabrúðu (Valeriana officinalis) má rekja allt aftur til 5. aldar fyrir Krist. Áhrif garðabrúðu á svefnraskanir og svefnmynstur hafa verið töluvert rannsökuð. Garðabrúða hefur róandi og svæfandi áhrif. Jarðstöngull og rót jurtarinnar eru þeir hlutar sem eru nýttir til lyfjagerðar.

Read More »

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni?

Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Read More »

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress

Þegar við fetum lífsins veg verða á vegi okkar mis krefjandi áskoranir, minniháttar erfiðleikar og meiriháttar áföll – sem geta skapað streitu og kvíða. Ómögulegt er fyrir nokkurn mann að stjórna aðstæðum hverju sinni, en við getum gert okkar allra besta til að hafa stjórn á því hversu mikil áhrif slíkar áskoranir hafa á líðan okkar.

Read More »
Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?
Mikilvægi svefns fyrir heilsu og hamingju
Loka
Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0