Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Talið er að einn af hverjum þremur Íslendingum þjáist af svefnleysi og einn af hverjum sjö af langvarandi svefnleysi. Algengast eru erfiðleikar með að sofna, vakna oft á nóttu eða vakna jafnvel eldsnemma og geta ekki sofnað aftur. Margar ástæður geta legið þar að baki eins og t.d. álag, áhyggjur, verkir, barnauppeldi, breytingaskeið, vaktavinna, sjúkdómar og lyf.

Svefntruflanir eru fljótar að hafa áhrif á líðan okkar og frammistöðu. Fólk finnur fyrir þreytu yfir daginn, lakari einbeitingu, eirðarleysi og er ekki eins vel í stakk búið að takast á við sín daglegu verkefni. Langvarandi svefnskortur hefur sérstaklega slæm áhrif á heilsuna og eykur líkur á depurð, þunglyndi og kvíða. Það kemur alltaf að skuldadögum fyrr eða síðar og því mikilvægt að huga vel að svefninum og grípa fljótt inn í ef hann fer úr skorðum.

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni? Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Sefitude

Sefitude er jurtalyf framleitt úr rót garðabrúðunnar sem notað hefur verið til þess að styðja við svefn í aldaraðir. Virkni sem staðfest er í klínískum rannsóknum.

Sefitude er eina lyfið á Íslandi við svefntruflunum og vægum kvíða sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude getur dregið úr kvíða og róað taugarnar sem styttir tímann sem það tekur að sofna.

Sefitude hefur einnig áhrif á gæði svefnsins, dýpkar og lengir hvert svefnstig ásamt því að draga úr líkum þess að fólk sé að vakna oft á nóttunni og stuðlar að samfelldum svefni. Það er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi og má nota allt frá 12 ára aldri.

Melatónín

Melatónín er hormón sem er framleitt í heilanum og hjálpar líkamanum að stilla dægurklukkuna. Melatónín eykst í líkamanum þegar tekur að rökkva, knýr fram svefnþörf og stuðlar að þreytu og ró.

Magn melatóníns dvínar í líkamanum þegar sólin fer á loft, vekur okkur af værum blundi og gerir okkur þannig móttækileg til að fara á fætur.

Til þess að fá endurnærandi svefn þarf líkaminn að seyta nægu melatóníni til þess að viðhalda svefnástandi alla nóttina. Rétt magn melatóníns í líkamanum heldur dægursveiflunni á réttu róli, en fari hún úr skorðum geta svefntruflanir farið að láta á sér kræla.

Hvort hentar mér – Sefitude eða Melatónín?

Að bera saman vörurnar tvær er eins og að bera saman epli og appelsínur. Melatónín er hormón, Sefitude er jurtalyf og verkunarmátinn er mjög ólíkur. Til þess að vita hvort þeirra hentar, er mikilvægt að skoða hvers eðlis svefnvandinn er.

Ef þú átt erfitt með svefn vegna streitu, kvíða eða áleitinna hugsana og áhyggja þegar þú leggst á koddann, gæti Sefitude hjálpað við að slaka nægilega á til þess að festa svefn. Sefitude getur einnig dýpkað svefninn og lengt hvert svefnstig, þannig að hvíldin verði enn betri.

Fyrir þau sem vinna kvöldvaktir, sitja fyrir framan tölvuskjá fram eftir kvöldi, upplifa flugþreytu, eða þau sem vakna fyrir allar aldir – getur Melatónín bætiefni hjálpað við að rétta af dægurklukkuna. Aldraðir og blindir upplifa einnig gjarnan breytingu á dægurklukkunni og minnkað magn melatóníns að kvöldi.

Fjölmargir upplifa svefnleysi þegar verkefnin hrannast upp á álagstímum, einmitt þegar við þurfum sem mest á því að halda að vera úthvíld til þess að takast á við erfiða og krefjandi tíma. Sefitude hefur kvíðastillandi verkun og getur því verið góður kostur til þess að minnka kvíða, en einnig styðja við heilbrigðan og góðan svefn.

Má taka Sefitude og Melatónín samtímis?

Vörurnar má taka samtímis og saman eru þær öflugur kostur til þess að tækla svefnvandann og hjálpa þér að hvílast og takast á við nýjan dag úthvíld. Sefitude nær hámarksvirkni við samfellda notkun í 2 – 4 vikur og á meðan getur Melatónín stutt við gott svefnmynstur.

Gagnlegar upplýsingar

Sefitude fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun.

Melatónín er fæðubótarefni og inniheldur hver tafla 1 mg af melatóníni. Lágmarksskammtur er 1 mg skömmu fyrir svefn. Töflurnar eru framleiddar á Íslandi samkvæmt viðurkenndum gæðastöðlum í lyfjaframleiðslu, GMP.

Heimildir

Herxheimer, A. et al. „Melatonin for the prevention and treatment of jet lag.“ Cochrane Database Syst Rev. National Library of Medicine, National Center for Biotechnology Information, April 2002, https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/12076414/.

Spritzler, Franziska. „How Valerian Root Helps You Relax and Sleep Better.“ Healthline, April 2017, https://www.healthline.com/nutrition/valerian-root.

Einföld ráð til að minnka kvíða og stress
Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0