Lyngonia

Lyngonia er einstök meðferð án sýklalyfja til meðhöndlunar á vægum, endurteknum þvagfærasýkingum kvenna. Fæst án lyfseðils. Lyfið inniheldur úrdrátt úr sortulyngi sem hefur þekkta verkun og langa sögu um virkni gegn vægri blöðrubólgu.

Lyngonia getur:

  • Dregið úr sýkingareinkennum
  • Meðhöndlað vægar þvagfærarsýkingar

Fyrir hverja?

  • Konur sem þjást af vægum endurteknum þvagfærasýkingum
  • Konur sem vilja komast hjá notkun sýklalyfja

Lyngonia er viðurkennt jurtalyf og því einungis seld hjá apótekum.

Lyfjaver

Lyfja

Lyfjaval

Appótekið

Siglufjarðarapótek

 


Lyngonia er einstök meðferð án sýklalyfja til meðhöndlunar á vægum, endurteknum þvagfærasýkingum kvenna. Lyfið inniheldur úrdrátt úr sortulyngi sem hefur þekkta verkun og langa sögu um virkni gegn vægri blöðrubólgu.

Klínísk rannsókn sem birt var árið 2021 sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum.

Dregur úr sýkingareinkennum s.s. brunatilfinningu og tíðni þvagláta.

Innihald og notkun

Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Filmuhúðaðar töflur innihalda jurtaútdrátt úr sortulyngi (bearberry).

Innihald: Hver tafla inniheldur 361–509 mg af útdrætti (sem þurr útdráttur) af Arctostaphylos uva-ursi (L.) Spreng., folium (sortulyngslauf), sem jafngildir 105 mg af hýdrókínónafleiðu reiknað sem vatnsfrítt arbútín. Við framleiðslu á hverri töflu eru notuð 903–2291 mg af þurrkuðu sortulyngslaufi.

Notkun: Fullorðnar og aldraðar konur: 2 töflur 2–4 sinnum á dag.

Ekki nota Lyngonia ef þú ert með einhverja truflun á nýrnastarfsemi. Hvorki ætlað þunguðum konum né konum með barn á brjósti, körlum eða börnum og unglingum yngri en 18 ára. Notið ekki lengur en viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun Lyngonia skal hafa samband við lækni.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is

Fróðleikur

Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?
Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?

Þvagfærasýkingar hafa áhrif á stóran hluta mannkyns. Um það bil 150 milljónir kvenna um allan heim fá þvagfærasýkingu á hverju ári. Meira en helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, en jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum hennar.

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita
Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu
Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu

Blöðrubólgur eða þvagfærasýkingar eru sérstaklega algengar á meðal kvenna. Sumar fá slíkar sýkingar endurtekið. Lyngonia frá Florealis er viðurkennt jurtalyf við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum en það inniheldur útdrátt úr sortulyngi. Um er að ræða fyrsta jurtalyfið á Íslandi sem var viðurkennt af Lyfjastofnun. Þar sem að sortulyngið í Lyngonia er á meðal elstu lækningajurta sem notaðar hafa verið á Íslandi þá tókum við saman smá fróðleik um þessa frábæru jurt og lyfjavirkni hennar.

previous arrow
next arrow
Close My Cart
Close Wishlist
Close Recently Viewed
Close
Close
Categories
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0