Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu

Blöðrubólgur eða þvagfærasýkingar eru sérstaklega algengar á meðal kvenna. Sumar fá slíkar sýkingar endurtekið. Lyngonia frá Florealis er viðurkennt jurtalyf við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum en það inniheldur útdrátt úr sortulyngi. Um er að ræða fyrsta jurtalyfið á Íslandi sem var viðurkennt af Lyfjastofnun. Þar sem að sortulyngið í Lyngonia er á meðal elstu lækningajurta sem notaðar hafa verið á Íslandi þá tókum við saman smá fróðleik um þessa frábæru jurt og lyfjavirkni hennar.

Saga notkunar

Sortulyng (Arctostaphylos uva-ursi) hefur verið notað til lyfjagerðar allt frá annarri öld eftir Krist. Það hefur verið notað við ýmsum kvillum, til að mynda sem þvagræsandi, sótthreinsandi, við nýrnabólgu og nýrnasteinum. Frumbyggjar Ameríku hafa notað jurtina við höfuðverk, til að koma í veg fyrir skyrbjúg og til að meðhöndla þvagfærasýkingar. Áður en súlfalyf voru uppgötvuð var aðallega notað sortulyng við blöðrubólgu og skyldum sýkingum. Enskt heiti jurtarinnar er ,,bearberry” og eru laufblöð hennar nýtt til lyfjagerðar.

Viðurkennd notkunTil að meðhöndla einkenni af vægri, endurtekinni þvagfærasýkingu, eins og brunatilfinningu við þvaglát og/eða tíð þvaglát hjá konum, eftir að alvarlegri sýkingar hafa verið útilokaðar.
AukaverkanirÞekktar aukaverkanir eru magaverkir, ógleði og uppköst. Tíðni aukaverkanna er ekki þekkt.
Meðganga og brjóstagjöfEkki er mælt með því að taka lyfið á meðgöngu eða við brjóstagjöf.
MilliverkanirEngar þekktar.
VarúðarorðLyfið er ekki ætlað karlmönnum né börnum yngri en 18 ára.
Ef vart verður við einkenni eins og hita, sársauka við þvaglát, krampa eða blóð í þvagi við notkun á lyfinu er ráðlagt að hafa samband við lækni. Sortulyng getur valdið því að þvag verði græn-brúnt að lit.
OfskömmtunEngin tilfelli skráð.

 61% kvenna náðu fullum bata með Lyngonia

Klínísk rannsókn sem birt var árið 2021 sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. 

Heimildir

Pharmaceutical Press Editorial Team. 2013. Herbal Medicines, 4th Edition. Pharmaceutical Press, London, UK

Lyfjaforskrift Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

Matsskýrsla Evrópsku lyfjamálastofnunarinnar

* Lyngonia er markaðssett undir heitinu Arctuvan í Þýskalandi.

Hvað er sýklalyfjaónæmi?
Algengar spurningar um Lyngonia
Loka
Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0