Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?

Þvagfærasýkingar hafa áhrif á stóran hluta mannkyns. Um það bil 150 milljónir kvenna um allan heim fá þvagfærasýkingu á hverju ári (1).  Meira en helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, en jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum hennar (2).

Hvað veldur blöðrubólgu?

Þvagblaðran er tiltölulega vel varin gegn óviðkomandi bakteríum og sýklum úr umhverfinu, en þó gerist að bakteríur loða við slímhúðina, yfirleitt frá leggöngum eða endaþarmi og komast upp þvagrásina og valda sýkingu í þvagblöðrunni. Þegar einstaklingur fær blöðrubólgu eða þvagfærasýkingu gerist það að óæskilegar bakteríur komast upp þvagrásina og valda sýkingu í þvagblöðrunni. Algengasta bakterían sem veldur blöðrubólgu er E.coli. Ýmsir þættir sem tengjast  sykursýki eða öðrum  sjúkdómum geta orsakað minna viðnám gegn sýklum auk þess virðist blöðrubólga virðist vera algengari í sumum fjölskyldum en öðrum (3).

Hver eru einkennin?

Erting í slímhúðinni og bólgubreytingar valda því að hún verður rauð, bólgin og aum. Þetta veldur sviða við þvaglát, en einnig getur komið fram verkur í neðanverðum kvið. Sumar finna fyrir stöðugri þörf til að pissa, jafnvel þegar þvagblaðran er tóm. Erfitt getur verið að halda þvagi, en þau einkenni eru algengari hjá eldri konum. Þvagið getur einnig lyktað illa, verið dökkt og skýjað. Ef blóð er í þvagi skal leita læknis (4).

Ef ekkert er að gert getur sýkingin farið upp þvagleiðarana í nýrun og valdið þar alvarlegri sýkingu (2). Einstaklingar geta einnig fengið endurtekna blöðrubólgu og þegar um er að ræða þrjár eða fleiri sýkingar á ári, er talað um króníska blöðrubólgu (3).

Af hverju eru konur í meiri hættu að fá blöðrubólgu?

Rekja má orsökina fyrir hærri tíðni blöðrubólgu meðal kvenna til þess að þær hafa mun styttri þvagrás en karlar og þvagásaropið er nær endaþarmsopinu, en auk þess geta fleiri atriði komið til. Erfðaþáttur sumra kvenna veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að festast í slímhúðinni og af þeim sökum virðist blöðrubólga vera algengari í sumum fjölskyldum en öðrum. Minnkandi magn hormóna á meðgöngu og við tíðahvörf geta einnig haft áhrif á slímhúðina í þvagfærunum og sýklar átt greiðari leið upp þvagrásina (3).

Ástæður krónískrar blöðrubólgu eru margvíslegar og mismunandi eftir aldri. Ungar konur sem fá endurtekna blöðrubólgu hafa oft fengið blöðrubólgu sem barn og þær eiga gjarnan móður sem hefur fengið blöðrubólgu. Blöðrubólgan kemur auk þess oft í kjölfarið á ástundun mikils kynlífs eða nýs bólfélaga. Eftir tíðahvörf er blöðrubólgan oft tengd þvagleka, blöðrusigi og þynningu á slímhúð vegna estrógenskorts. (3).

Hvað er hægt að gera til þess að forðast blöðrubólgu?

Það eru ýmis góð húsráð til við blöðrubólgu. Mikilvægt er að pissa reglulega yfir daginn og tæma blöðruna ávallt vel, því bakteríur geta auðveldlega fjölgað sér í þvagi sem situr eftir í þvagblöðrunni. Aukin vatnsdrykkja getur einnig hjálpað fólki við að losa sig við sýklana, en með því að drekka vel, verða þvaglát tíðari og þvagið minna ertandi. Það gagnast einnig mörgum konum að venja sig á að pissa eftir samfarir, til þess að aftra því að bakteríur sem hafa mögulega borist upp í þvagrásina, valdi þar sýkingu. Mikilvægt er að skipta um dömubindi og túrtappa reglulega, ásamt því að gæta að daglegu hreinlæti. Þvo skal kynfæri vel og ef sápa er notuð, er nauðsynlegt að hún sé mild og henti kynfærum. Sérlega mikilvægt er fyrir konur að þurrka kynfærasvæðið frá píku og aftur að rassi, eftir klósettferðir, til þess að koma í veg fyrir að bakteríur frá endaþarmi berist í þvagrásina.

Trönuber til að hindra þvagfærasýkingu

Trönuber eru eitt elsta húsráðið við blöðrubólgu. Í fyrstu var talið að trönuber virkuðu með þeim hætti að gera þvagið nægilega súrt til að drepa bakteríur í þvaginu. Nú hafa klínískar rannsókir sýnt fram á að trönuberin geti komið í veg fyrir að bakteríur á borð við E.coli, sem er einn algengasti sýkingavaldur í þvagfærum, loði við veggi þvagfæranna og orsaki sýkingu.

Rannsóknir styðja þannig notkun SagaCranberry+ til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingar. Trönuberjaextraktinn í SagaCranberry+, Oximacro, er klínískt rannsakaður og sýndu niðurstöður klínískrar rannsóknar, að bakteríum í þvagfærum fækkaði  umtalsvert við inntöku á extraktinum yfir tiltekið tímabil (5).

Sýklalyf við blöðrubólgu

Ef sýking greinist í þvagi er algengast að hún sé meðhöndluð með sýklalyfjum. Sýklalyf eru tvíeggja sverð, þau eru mikilvæg til þess að meðhöndla hættulegar sýkingar, en ofnotkun þeirra getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Notkun sýklalyfja getur skapað önnur vandamál, en lyfin drepa ekki bara skaðlegu bakteríurnar í líkamanum, heldur einnig þær góðu, sem eru nauðsynlegar líkamsstarfseminni. Sýklalyf skal alltaf taka í samráði við lækni og aðeins ef þurfa þykir, taka þau eftir fyrirmælum og klára skammtinn.

Sýklalyfjaónæmi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og er orðin ein stærsta ógnin við heilbrigði sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag. Sýklalyfjaónæmi skapast þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum, þá virka lyfin ekki lengur og bakteríurnar geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Of mikil notkun á sýklalyfjum getur aukið líkurnar á því að bakteríur myndi varnir gegn lyfjunum og verði ónæmar fyrir meðferð þeirra (4).

Meðferð við blöðrubólgu án sýklalyfja – Jurtalyfið Lyngonia

Lyngonia er eina viðurkennda meðferðin við vægum þvagfærasýkingum hjá konum, sem ekki er hefðbundið sýklalyf. Lyngonia er ætlað konum sem fá endurteknar þvagfærasýkingar þegar læknir er búinn að útiloka önnur alvarleg veikindi. Jurtalyfið vinnur gegn einkennum þvagfærasýkinga svo sem brunatilfinningu og auknum þvaglátum. Það fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart.

Gagnlegar upplýsingar

Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Notkun: 2 töflur 2-4 sinnum á dag. Notið ekki lengur en viku. Hafið samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann ef einkenni versna eða eru viðvarandi í meira en 4 daga. Notið ekki ef truflun á nýrnastarfsemi er þekkt. Ekki ætlað yngri en 18 ára, körlum, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is.

Heimildir

  1. Flores-Mireles AL, Walker JN, Caparon M, Hultgren SJ. Urinary tract infections: epidemiology, mechanisms of infection and treatment options. Nat Rev Microbiol. 2015;13:269-84.
  2. Einarsson, GV. Heilbrigðisvísindi. Vísindavefurinn. [Online] 2003. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3383#.
  3. G Bonkat, R Bartoletti, F Bruyére, T Cai, SE Geerlings, B Köves, S Schubert, F Wagenlehner. European Association of Urology. Urological Infections. [Online] 2020. https://uroweb.org/guideline/urological-infections/.
  4. Antimicrobial resistance. World Health Organization. [Online] 2018. https://www.who.int/en/news-room/fact-sheets/detail/antimicrobial-resistance.
  5. Occhipinti A, Germano A, Maffei ME. Prevention of Urinary Tract Infection with Oximacro, A Cranberry Extract with a High Content of A-Type Proanthocyanidins: A Pre-Clinical Double-Blind Controlled Study. Urol J. 2016 Apr 16;13(2):2640-9. PMID: 27085566.
Algengar spurningar um Lyngonia
Trönuber til varnar blöðrubólgu
Loka
Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0