Algengar spurningar um píkuna

Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.

Er útferð eðlileg?

Útferð er fullkomlega eðlileg en getur verið mismikil eftir aðstæðum. Útferðin breytist til dæmis yfir tíðarhringinn bæði hvað varðar magn og útlit. Eðlileg útferð er oftast glær eða ljós á litinn og lyktarlaus.

Lesa meira »

Er eðlilegt að fá oft sveppasýkingu eftir blæðingar?

Það er mjög algengt að upp komi sviði eða kláði í kringum blæðingar. Þessi óþægindi eru hinsvegar ekki alltaf sveppasýking. Hjá sumum konum verður breyting á bakteríuflórunni í leggöngum þegar þær fara á blæðingar. Það er vegna þess að sýrustigið í leggöngunum og sýrustig tíðablóðsins er ekki það sama og það hefur áhrif á flóruna.

Lesa meira »

Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?

Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.

Lesa meira »

Er eðlilegt að það sé vond lykt af píkunni?

Vond lykt af píkunni getur verið merki um sýkingu en þarf þó ekki að vera það. Það er eðlilegt að það sé einhver lykt af píkunni en ef að passað er að þrífa sig vel þegar maður fer í sturtu og skipa daglega um nærföt þá er óþarfi að hafa áhyggjur. Það er ekki æskilegt að nota ilmvörur til að draga úr lyktinni þar sem að þær geta verið mjög ertandi.

Lesa meira »

Hvaða einkenni fylgja sveppasýkingu?

Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru legganganna. Þegar sýrustigið raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).

Lesa meira »

Vantar þig enn svar við spurningu? 

Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Close Nýlega skoðað
Loka
Loka
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0