Trönuber til varnar blöðrubólgu

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. 

Trönuber eru eitt elsta húsráðið við blöðrubólgu. Í fyrstu var talið að trönuber virkuðu með þeim hætti að gera þvagið nægilega súrt til að drepa bakteríur. Nú hafa klínískar rannsókir sýnt fram á að trönuberin geti komið í veg fyrir að bakteríur á borð við E.coli, sem er einn algengasti sýkingavaldur í þvagfærum, loði við veggi þvagfæranna og orsaki sýkingu.

Með því að taka inn trönuberjaextrakt er hægt að koma í veg fyrir eða minnka líkur á að sýking myndist. SagaCranberry+ inniheldur SagaPro® hvannarlaufaextrakt, klínískt rannsakað trönuberjaextrakt, ásamt C- og D-vítamíni.

Rannsóknir styðja notkun SagaCranberry+ til að koma í veg fyrir þvagfærasýkingar. Trönuberjaextraktinn í SagaCranberry+, Oximacro, er klínískt rannsakaður og sýndu niðurstöður klínískrar rannsóknar, að bakteríum í þvagfærum fækkaði umtalsvert við inntöku á extraktinum yfir tiltekið tímabil (1).

SagaCranberry+ inniheldur SagaPro® hvannarlaufaextraktinn sem framleiddur er úr handtíndri íslenskri hvönn. Hvönn hefur verið ein merkasta lækningajurtin í Norður-Evrópu í mörg hundruð ár og hefur verið rannsökuð í yfir 25 ár af vísindamönnum Saga Natura. Lauf ætihvannarinnar eini hluti plöntunnar sem hefur sýnt bein áhrif af fækkun þvagláta. SagaPro fækkar tíðum þvaglátum með því að hjálpa þvagblöðrunni fyllast betur fyrir hverja tæmingu.

Endurteknar þvagfærasýkingar geta orsakað litla eða minnkaða blöðrurýmd, eða svokallaða ofvirka þvagblöðru, sem einkennist af mikilli þvaglátsþörf og getur verið með eða án þvagleka. Truflun á nætursvefni vegna klósettferða er einnig algeng ástæða ofvirkrar þvagblöðru.

Heimildir
  1. Occhipinti A, Germano A, Maffei ME. Prevention of Urinary Tract Infection with Oximacro, A Cranberry Extract with a High Content of A-Type Proanthocyanidins: A Pre-Clinical Double-Blind Controlled Study. Urol J. 2016 Apr 16;13(2):2640-9. PMID: 27085566.

Trönuber til varnar blöðrubólgu

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til …

Lesa meira →

Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?

Þvagfærasýkingar hafa áhrif á stóran hluta mannkyns. Um það bil 150 milljónir kvenna um allan heim fá þvagfærasýkingu á hverju ári. Meira en helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, en jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum hennar.

Lesa meira →

Algengar spurningar um Lyngonia

Afhverju er ekki mælt með Lyngonia fyrir karlmenn? Konur eru líklegri en karlmenn til að fá þvagfærasýkingu þar sem þvagrás þeirra er styttri. Þvagfærasýkingar hjá …

Lesa meira →

Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu

Blöðrubólgur eða þvagfærasýkingar eru sérstaklega algengar á meðal kvenna. Sumar fá slíkar sýkingar endurtekið. Lyngonia frá Florealis er viðurkennt jurtalyf við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum en það inniheldur útdrátt úr sortulyngi. Um er að ræða fyrsta jurtalyfið á Íslandi sem var viðurkennt af Lyfjastofnun. Þar sem að sortulyngið í Lyngonia er á meðal elstu lækningajurta sem notaðar hafa verið á Íslandi þá tókum við saman smá fróðleik um þessa frábæru jurt og lyfjavirkni hennar.

Lesa meira →

Hvað er sýklalyfjaónæmi?

Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þá duga lyfin ekki til að drepa bakteríurnar og þær geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Bakteríur búa …

Lesa meira →

Staðreyndir um blöðrubólgu sem allar konur ættu að vita

Stór hluti kvenna þarf að glíma við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.

Lesa meira →
Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?
Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
1