Sigraðist á ítrekuðum áföllum með jákvæðnina að vopni

Heilsa og vellíðan viðskiptavina okkar eru hjartað í öllu því sem við gerum. Til að fagna þeim ótrúlegu einstaklingum sem hafa verið partur af vegferð fyrirtækisins í gegnum árin ætlum við að beina kastljósinu okkar að einni manneskju í mánuði og fara yfir sögu hennar. Það eru sögur sem þessar sem gefa okkur drifkraft til að framleiða hágæða vörur og veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hverjum degi. Þín heilsa skiptir okkur máli!

Við hittum fyrir Heklu Guðmundsdóttur einn notalegan morgun rétt fyrir jól. Hekla er merkileg fyrir margra hluta sakir, þrátt fyrir ítrekuð áföll í gegnum árin, stafar af henni einstök jákvæð orka og ljóst að margir geta tekið lífsviðhorf hennar til fyrirmyndar.

Hver er Hekla?

„Ég er 49 ára, fæddist í Kaupmannahöfn árið 1974 og á stórafmæli á árinu, verð fimmtug“ segir Hekla með bros á vör. Hún bjó til 7 ára aldurs í Danmörku og segist enn vera mikill dani í sér. Þaðan flutti fjölskyldan aftur til Íslands, í Garðabæinn. „Ég fór samt í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi og var mikið ömmu og afa húsi á meðan mamma og pabbi voru að vinna, þar var svo gott að vera“. Þaðan lá leiðin í Kópavoginn. Hekla er menntuð sem förðunarfræðingur og starfaði m.a. við Borgarleikhúsið, kenndi í förðunarskóla og farðaði fyrir stór og smá verkefni. Hún fluttist að heiman 23 ára, í Vesturbæinn „ég sá það sem mikinn kost að búa í Vesturbænum, því þá þurfti ég ekki að eiga bíl“. Hekla kynntist manninum sínum 25 ára, á blindu stefnumóti í gegnum sameiginlega vini, þau hafa verið saman í 24 ár og gift í 22 ár og eiga tvö börn.

Hvað gerir sögu Heklu merkilega?

Hekla hefur orðið fyrir þónokkrum áföllum á lífsleiðinni, en hefur mætt áskorunum með miklu æðruleysi og lært af reynslunni. Hún hefur yfirstigið hindranir með jákvæðni að leiðarljósi, er trú sjálfri sér, einlæg og mjög þakklát því sem hún hefur.

Eftir erfiða fæðingu dóttur sinnar árið 2003 var hún metin 75% öryrki sökum taugaskaða og víðtæks stoðkerfisvanda. Þegar dóttir hennar er 14 mánaða lendir hún í slæmu bílslysi, er sett á sterk morfínlyf og fer ári síðar í endurhæfingu og afeitrun á Reykjalund. „Að hætta á þessum morfínlyfjum er það erfiðasta sem ég hef gert“ segir hún, en vegna stoðkerfis- og taugaverkja gat hún ekki starfað við förðun og var samtals frá vinnumarkaði í 14 ár. Eftir slæman hálshnykk í aftanákeyrslu árið 2013 ákveður hún að reyna finna lífi sínu nýjan farveg, hvernig hún geti hreyft sig og unnið þrátt fyrir sínar líkamlegu takmarkanir. Eins og Hekla sjálf kemst að orði „Ég byrjaði bara upp á nýtt“.

Hvað kom til að þú fórst út í bandvefslosun?

„Það var fyrir algjöra tilviljun, ég fór í nuddtíma sem gekk út á sjálfsnudd og þá varð ég bara fyrir svona ljósaperumómenti, það rann upp fyrir mér að þetta væri leiðin mín í átt að betri heilsu. Í kjölfarið tók ég fyrstu kennararéttindi mín í bandvefslosun“. Segir Hekla, en hún hefur lokið nokkrum réttindum í faginu, sem gengur út á æfingar fyrir bandvefskerfi líkamans með mismunandi nuddboltum. Hekla er einnig með kennararéttindi í yoga-nidra, yin-yoga, einkaþjálfararéttindi og hefur auk þess lokið fjölda námskeiða. Allt hjálpaði þetta henni í þeirri vegferð að læra á líkamann og þá verki sem hún hafði lifað við og bætir við „bandvefslosun bjargaði heilsunni minni“.

„Draumurinn var að búa til æfingaprógram sem allir gætu stundað, því eins og ég var stödd, þá gat ég ekki stundað hefðbundna hreyfingu“. Í dag rekur Hekla eigið fyrirtæki, Bandvefslosun og kennir bæði hóptíma og einkatíma í Body Reroll, æfingakerfi sem hún hannaði sjálf, er með kennaranámskeið og námskeið fyrir lokaða hópa. „Það eru mjög margir sem byrja hjá mér, en Body Reroll gengur út á að róa niður taugakerfið, slaka á og öll uppbyggingin fer fram í ró“. Body Reroll hentar öllum, ekki bara þeim sem eru með stoðkerfisvanda „Þetta gengur allt út á mildi og mýkt“.

Hverjar eru helstu áskoranirnar?

„Það er klárlega flóknast að halda þessu jafnvægi, fara ekki yfir mörk líkamans því starfið er mjög skemmtilegt og gefandi“ segir Hekla sem væri alveg til í að vinna meira, en heilsan leyfi það ekki „það er svo gaman að vera með öllu þessu yndislega fólki“ segir Hekla. Hún segir það vera sérlega krefjandi að hemja sig og fara ekki yfir mörk líkamans. „Ég er auk 20-25% vinnu enn þann dag í dag í 100% endurhæfingu“ segir Hekla. „Ég hef svo margoft brennt mig á þessu, en þetta er stærsti lærdómurinn, að dreifa álaginu, beita skynseminni og hlaða ekki á sig verkefnum“. segir Hekla.

Hvernig kynntist þú vörunum frá Saga Natura og Florealis?

„Ég byrjaði að taka SagaMemo árið 2016, þegar ég átti svo erfitt með að einbeita mér. Memo hjálpaði mér heilmikið með minnið og einbeintinguna“. Í kjölfarið fór hún að kynna sér fleiri vörur.

„Uppáhalds þrennan mín frá Saga Natura er AstaSkinÍslenskt astaxanthin og Kollagen, en sem förðunarfræðingur hef ég mikinn áhuga á húðinni“. Hún segir jafnframt að þó hún hafi ekki getað starfað sem förðunarfræðingur hafi áhugi hennar á húðinni ekkert horfið. „AstaSkin er svo mikil snilld, maður bara yngjast með árunum“. Það var þó Astalýsið sem kom henni mest á óvart „Þetta er eina lýsið sem ég get tekið. Besta sem ég geri er að setja þetta út í þeytinginn. Margir sem ég segi þetta við, trúa mér ekki, en ég skora á fólk að prófa. Hann verður svo góður!“.

Hekla sem er á breytingaskeiðinu er mjög forvitin um Florealis vörurnar sem séu frábærar fyrir konur á breytingaskeiðinu. Smaronia og Rosonia foam séu vörur sem allar konur á hennar aldurskeiði þurfi að eiga.

Hver er þín helsta lífsregla?

„Ég á mjög margar lífsreglur, ég segi svo oft: Árangur er ekki línulegur, við förum tvö skref áfram og eitt aftur á bak. Hægt og rólega komumst við áfram“. Bakslag á síðasta ári kenndi henni að horfa fram á veginn ,,Það er svo nauðsynlegt að hlusta á líkamann, hugsa fyrst um þig og þína heilsu, ef þú ætlar að vera til staðar fyrir aðra. Mikilvægt er að finna þennan gullna meðalveg á milli þess að hugsa um heilsuna og hafa gaman. Stundum er bara gaman!“ segir Hekla og við getum ekki annað en dáðst að jákvæðninni í þessari dásamlegu konu.

Fleiri fréttir

96% upplifa aukin lífsgæði með SagaPro

Neytendakönnun á gagnsemi SagaPro, sem framkvæmd var í febrúar 2023, hefur veitt dýrmæta innsýn á viðbrögðum notenda við vörunni. Könnunin var lögð fyrir áskrifendur Saga …

Lesa meira →

Fyrirbyggjandi aðgerðir geta haft mikil og jákvæð áhrif á augnheilsuna

Mikilvægt er að taka inn fæðubót fyrir augun til að viðhalda augnheilsu fram eftir aldri. Sérstaklega ef augnbotnahrörnun er í ættinni en einnig ef fólk upplifir augnþreytu eða augnþurrk. Formúlan í AstaEye er þannig samsett að augnlæknar um allan heim mæla með henni. AstaEye inniheldur bæði lútein og zeaxanthin sem eru mikilvæg fyrir augnþroska og sjón fullorðinna auk astaxanthin sem hefur sýnt jákvæð áhrif á augnheilsu.

Lesa meira →

Náttúruleg lausn fyrir jafnari orku og minni streitu

Að viðhalda góðri orku og draga úr streitu er mikilvægt fyrir almenna vellíðan. Jöfn orka yfir daginn gerir okkur kleift að vera einbeitt og afkastamikil, …

Lesa meira →

Þú kemst lengra með Saga Pro

Melkorka Kvaran, hjúkrunarfræðingur og hlaupari hefur góða reynslu af SagaPro í tengslum við langar hlaupaæfingar og maraþonhlaup. Hlauparar og íþróttafólk þarf að huga vel að vökvajafnvægi líkamans og drekka nóg sem eðli málsins samkvæmt kallar á tíðari klósettferðir. Tafirnar voru farnar að trufla Melkorku á hlaupunum. Með því að taka SagaPro gat ég lengt æfingarnar og aukið gæði þeirra. Ég kemst einfaldlega lengra.

Lesa meira →
Mynd tekin af Bjarna Baldurssyni @iambjarni.

Daði Erlingsson – Íslenskt Astaxanthin lykilatriði í bataferlinu

Daði Erlingsson komst í kynni við vörur Saga Natura & Florealis árið 2018. Hann hefur verið dyggur viðskiptavinur allar götur síðan og mælir gjarnan með vörunum við vini og vandamenn. Við settum okkur í samband við Daða til þess að fræðast aðeins um söguna hans.

Lesa meira →

Húðin aldrei verið betri með AstaSkin

Kristín Sif, fjölmiðlakona hefur tekið AstaSkin frá Saga Natura og Florealis í nokkra mánuði og finnur fyrir ótrúlegum mun á húðinni. „Ég hef ávallt hugsað …

Lesa meira →
Kristín Sif vill verða hraust og hamingjusamt gamalmenni
Melkorka fagnaði 47 ára afmæli sínu og hljóp 47 km – upplifði heilbrigði og hamingju í hverju skrefi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0