Samspil svefns og kvíða

Kvíði er náttúrulegt viðbragð líkamans við erfiðum aðstæðum, álagi eða aðsteðjandi hættu. Kvíðaviðbrögð einstaklinga geta verið margvísleg og einstaklingsbundinn munur getur verið á hvenær viðbrögðin virkjast. Það eitt að einstaklingur dragi þá ályktun að honum standi ógn að einhverju í umhverfi sínu getur virkjað kvíðaviðbrögð. Ógnin þarf ekki að vera raunveruleg, en viðbrögðin eru það svo sannarlega.

Hvenær er kvíði óeðlilegur?

Stundum er því haldið fram að vægur kvíði geti hjálpað okkur í gegnum erfið verkefni, skerpt athyglina og einbeitinguna. En ágætt er að miða við að ef kvíðaviðbrögðin eru farin að láta á sér kræla endurtekið, án þess að raunveruleg, lífsógnandi hætta sé á ferðum, vara lengur en eðlilegt getur talist og hefta fólk í því að njóta lífsins, má segja að um kvíðaröskun sé að ræða.

Okkur hættir gjarnan til að gera lítið úr kvíða og telja hann hluti af daglegu lífi, en staðreyndin er sú að óhóflegur kvíði getur hæglega skert lífsgæði fólks, ef ekkert er að gert. Þegar einstaklingur glímir við kvíða eru varnarkerfi líkamans í fullri virkni, hjartað slær örar, öndun er grynnri og blóðið er fullt af streituhormónum. Slíkt streituástand getur haft slæm áhrif á alla líkamsstarfsemi til lengri jafnt sem skemmri tíma.

Áhrif svefns á kvíða

Þegar einstaklingur þjáist af kvíða er líklegt að hann glími einnig við svefnvandamál. Svefn og kvíði tengjast þannig náið og hefur hvor þátturinn mjög mikil áhrif á hinn. Þegar einstaklingur upplifir viðvarandi kvíða er viðbragðskerfi líkamans í stöðugri virkni, en slíkt ástand gerir okkur afar erfitt að slaka nægilega á til þess að festa svefn á kvöldin, viðhalda samfelldum svefni og ná djúpsvefni. Stöðugt streituástand gerir það að verkum að við vöknum síður úthvíld eftir nætursvefn.

Flest þekkjum við að þurfa að takast á við daglegar skyldur eftir takmarkaðan nætursvefn og þekkjum því hvernig svefnleysið hefur áhrif á okkur. Þegar við erum illa sofin erum við síður í tilfinningalegu jafnvægi, þráðurinn er stuttur og geta jafnvel léttvægir atburðir komið okkur úr jafnvægi. Langvarandi svefnskortur getur því hæglega haft áhrif á kvíða og úr verður vítahringur þar sem kvíðinn veldur svefnleysi sem svo magnar upp kvíðann.

Hvað er hægt að gera?

Með því að bæta svefn má oft auka lífsgæði og bæta heilsu hjá þeim sem glíma við kvíða. Þegar vítahringurinn er orðinn verulegur og kvíðaröskunin mikil, er ávallt best að leita ráða hjá lækni, en vægan kvíða má meðhöndla með mildari aðferðum. Mikilvægt er að temja sér góðar svefnvenjur, en í pistlinum okkar Einföld ráð fyrir betri svefn er hægt að glöggva sig á nokkrum þeirra, einnig geta lyf við vægum kvíða aðstoðað við að minnka taugaspennu og hjálpa einstaklingum að ná slökun svo auðveldara sé að festa svefn.

Sefitude – jurtalyf við kvíða og svefntruflunum

Sefitude frá Florealis er eina lyfið á Íslandi við vægum kvíða og svefntruflunum sem fæst án lyfseðils í apótekum. Sefitude má nota frá 12 ára aldri og getur dregið úr vægum kvíða, stytt tímann við að sofna og bætt gæði svefnsins.

Lyfið inniheldur útdrátt úr garðabrúðurót (Valeriana) en róandi áhrif jurtarinnar hafa lengi verið viðurkennd og staðfest í klínískum samanburðarrannsóknum. Sefitude er tekið inn að kvöldi til að hjálpa viðkomandi að róast og sofna. Það getur dregið úr því að fólk vakni oft á nóttunni og stuðlað að samfelldum svefni. Áhrif Sefitude aukast með notkun og því er mælt með samfelldri notkun í 2-4 vikur til þess að meta raunveruleg áhrif þess. Sefitude er hvorki sljóvgandi né ávanabindandi.

Gagnlegar upplýsingar

Notkun við vægum kvíða: 1 tafla 1-3 sinnum á dag fyrir fullorðna og 1 tafla 1-2 á dag fyrir ungmenni 12-18 ára. Notkun við svefntruflunum: 1 tafla ½-1 klst fyrir svefn fyrir fullorðna og ungmenni eldri en 12 ára. Ekki ráðlagt börnum yngri en 12 ára, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli fyrir notkun. Leitið læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkun.

Einföld ráð fyrir betri svefn

Nægur og góður svefn bætir andlega heilsu, eykur vellíðan og gerir okkur betur í stakk búin til að takast á við álag og verkefni daglegs lífs. Jákvæð áhrif svefns á andlega heilsu hafa lengi verið þekkt og getur góður svefn meðal annars dregið úr depurð, kvíða og streitu.

Lesa meira →

Garðabrúða við kvíða og svefntruflunum

Notkun garðabrúðu (Valeriana officinalis) má rekja allt aftur til 5. aldar fyrir Krist. Áhrif garðabrúðu á svefnraskanir og svefnmynstur hafa verið töluvert rannsökuð. Garðabrúða hefur róandi og svæfandi áhrif. Jarðstöngull og rót jurtarinnar eru þeir hlutar sem eru nýttir til lyfjagerðar.

Lesa meira →

Sefitude eða Melatónín fyrir góðan nætursvefn?

Það eru margar leiðir til þess að stuðla að betri hvíld og margir sem styðjast við lyf og bætiefni til þess. En hvert þeirra eru best til þess að stuðla að góðum nætursvefni?

Florealis býður upp á tvo af vinsælustu kostunum í heimi jurtalyfja og bætiefna sem geta raunverulega hjálpað til við að brjóta upp neikvæð svefnmynstur svo þú getir sofið betur.

Lesa meira →

Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?

Við sofum um þriðjung ævinnar. Nægur svefn hefur jákvæð áhrif á líðan okkar og svefn er nátengdur bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Tengsl svefns við heilsu geta þó verið flókin þar sem oft getur verið erfitt að átta sig á orsök og afleiðingu.

Lesa meira →

5 staðreyndir um svefn, heilsu og hamingju

Svefn er ein af grunnþörfum mannsins, jafn mikilvægur eins og næring og hreyfing. Engu að síður er maðurinn eina tegundin sem að sviptir sig svefni sjálfviljugur og dregur það að fara í bólið á kvöldin. Nægur og góður svefn á stóran þátt í að auka hamingju enda vitum við flest hve vansæl við verðum þegar við erum þreytt og illa hvíld. Hér höfum við tekið saman nokkrar staðreyndir um svefn og hvernig svefn tengist hamingju okkar og heilsu.

Lesa meira →

Svefninn er ekki síður mikilvægur á sumrin 

Íslenskar sumarnætur eru einstakar og kærkomnar. Þegar sólin skín á ný eftir myrkan vetur vakna margir upp af dvala og fyllast orku, en sumir eiga erfitt með að sofa í allri þessari birtu.

Lesa meira →
Hvernig hefur svefn áhrif á líkamlega og geðræna heilsu?
Einföld ráð til að minnka kvíða og stress
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0