„Aukin lífsgæði eru okkar leiðarljós. Við viljum að fólk geti lifað virku og heilbrigðu lífi, og þar er góður nætursvefn ein af grunnstoðunum, en líka að vera róleg yfir nóttina og þurfa ekki oft á klósettið.“
Þetta segir Sólveig Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Saga Natura, sem síðastliðin sautján ár hefur framleitt bætiefnið SagaPro úr íslenskri ætihvönn, en SagaPro var upphaflega rannsakað og þróað af Sigmundi Guðbjarnarsyni, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands.
„Ætihvönn kemur að miklu gagni gegn ofvirkri þvagblöðru,“ greinir Sólveig frá. „Blaðran sendir gjarnan skilaboð um að við þurfum að fara á klósett þegar við þurfum þess í rauninni ekki, en í hvannalaufum eru sértæk efni sem slaka á blöðrunni þannig að hún fyllist alveg og þarf ekki að tæmast fyrr en hún er raunverulega full. Þessi efni er einungis að finna í hvannalaufum, en ekki öðrum hlutum hvannarinnar. Því getur SagaPro haldið þvagblöðrunni rólegri og fólk sofið vært í gegnum nóttina.“
Virkar fyrir alla aldurshópa
SagaPro ræðst að rót vandans.
„Margir vakna um miðja nótt til að pissa, sem er ekki stórt vandamál ef þeir fara strax aftur að sofa, en það eru mikil lífsgæði að losna við að liggja andvaka eftir klósettferðir á nóttunni. Næturbrölti á klósett fylgja ákveðnir áhættuþættir, svo sem að detta, slasa sig eða brjóta, sem er algengt þegar fólk leitar á klósett í svefnrofunum. Því hljótast ýmsar afleiðingar af þessu vandamáli en með því að halda þvagblöðrunni rólegri er ráðist að rót vandans og fólk hættir að vakna til að fara á klósettið,“ segir Sólveig.
Hún segir 45 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri glíma við ofvirka þvagblöðru, og að vandamálið fari vaxandi eftir því sem aldurinn hækki.
„Flestir tengja ofvirka þvagblöðru og notkun á SagaPro við eldri kynslóðina, en raunin er sú að 11 prósent fullorðinna þjást af ofvirkri blöðru og það er alls ekki bundið við elsta hópinn. SagaPro virkar því fyrir alla aldurshópa og ef fólk vaknar á nóttunni til að pissa mælum við alltaf með að það prófi SagaPro því annars veit það ekki hvort varan virki eða það geti leyst vandamálið með náttúrulegum aðferðum,“ segir Sólveig.
Hún upplýsir að markhópur SagaPro hafi stækkað mikið á undanförnum árum.
„Við sjáum að fólk sem stundar golf, hleypur langar vegalengdir, er í fjallgöngum og útivist vill geta farið í gegnum daginn án þess að hafa áhyggjur af ofvirkri þvagblöðru og því að þurfa að vera nálægt klósetti. SagaPro nýtist þeim hópi ótrúlega vel og það er fólk á öllum aldursskeiðum. Margir í yngri hópnum gera sér ekki grein fyrir að þau þjáist af vandamáli sem hægt er að leysa, en það að vera sífellt að leita að klósetti er ekki eðlilegt ástand. Maður á að geta farið áhyggjulaus í gegnum daglegt amstur án þess að vera háður því að vera nálægt klósetti, en það er oft sem fólk áttar sig ekki á því að þetta sé vandamál og skert lífsgæði,“ segir Sólveig.
Jurt með einstaka eiginleika
SagaPro kom fyrst á markað árið 2005 og nemur nú land í Bandaríkjunum, Kanada, Nýja-Sjálandi og víðar á erlendum mörkuðum.
„Reynslan sýnir að fólk sem hefur vanalega þurft að vakna á nóttunni til að pissa finnur bót á vandanum þegar það fer að taka inn SagaPro og þeir sem prófa halda því áfram, því þeir finna mikinn mun og það á náttúrulegan hátt. Það er nefnilega hægt að taka lyf við þessu vandamáli en lyfjum geta fylgt aukaverkanir. Við hjá Saga Natura nýtum hins vegar jurt sem verið hefur í íslenskri náttúru frá landnámi og ekki er vitað til að hafi í för með sér neinar aukaverkanir. Við erum með þessa stóru tilraunastofu sem Ísland er og meira en eitt prósent íslensku þjóðarinnar notar SagaPro á hverjum degi, sem er ágætis hlutdeild fyrir svo sértæka vöru,“ greinir Sólveig frá.
Fyrir þremur árum fékk Saga Natura stóran styrk frá Evrópusambandinu til að rannsaka enn frekar það einstaka hráefni sem handtínd hvannalauf úr íslenskri náttúru er.
„Hér innanhúss erum við með tilraunastofu þar sem rannsóknar- og þróunarteymi rannsakar hvönnina betur og betur, og í gangi er klínísk rannsókn á SagaPro í Madríd á Spáni, sem lýkur í byrjun næsta árs. Í teyminu okkar er dr. Steinþór Sigurðsson sem hefur rannsakað íslenska ætihvönn í yfir tuttugu ár og við erum stöðugt að dýpka þekkinguna á þessari ótrúlegu og einstöku íslensku jurt. Við nálgumst vöruna á mjög agaðan hátt og með rannsóknarhugmyndafræði. Þá erum við komin með einkaleyfi á virka efninu í hvannalaufunum og færum okkur æ meira í átt að sértækari vörum,“ upplýsir Sólveig.
Stuðla að bættum lífsgæðum
Hvönn hefur verið notuð sem lækningajurt á Íslandi í hundruð ára.
„Hvönn hefur margþætta eiginleika og í gegnum tíðina höfum við fengið alls konar vísbendingar um virkni hennar. Við notum hvannafræ í bætiefnin SagaImmune sem styður við ónæmiskerfi líkamans og SagaMemo sem margir viðskiptavinir tala um að auki einbeitingu og minni. Hvannalaufin notum við í SagaPro og hálsbrjóstsykurinn Voxis, en rannsóknir á hvönn hafa sýnt fram á að ætihvönn geti drepið veirur, sem gerir Voxis að einstakri vöru. Því er mikilvægt að við höldum áfram að skilja hvönnina og rannsaka betur,“ segir Sólveig.
Í vörum Saga Natura eru viðbætt mikilvæg vítamín og öflug innihaldsefni sem styðja við aukin lífsgæði og heilsu, en framleiðslan fer fram á Íslandi, allt frá handtínslu hvannalaufa yfir í sölu og dreifingu í búðir.
„Við erum líka með vinsælt áskriftarkerfi þar sem áskrifendur fá vöruna senda heim og 15 prósenta afslátt. Áskrifendum fjölgar jafnt og þétt og er mikil ánægja með heimsendingarnar. SagaPro-dós kemur heim í fyrsta skiptið en svo pokar til áfyllingar inn um lúguna. Það hjálpar bæði við að eiga vöruna til og er um leið umhverfisvænni leið en að kaupa alltaf nýja og nýja dós,“ segir Sólveig.
Hún tók við stöðu framkvæmdastjóra SagaNatura í apríl á þessu ári.
„Sem framkvæmdastjóra finnst mér mikilvægt að dýpka og skerpa enn frekar á því að við viljum vera fyrirtæki sem stuðlar að bættum lífsgæðum með náttúrulegum vörum,“ segir Sólveig hjá Saga Natura sem tengist íslenskri hvönn sterkum böndum en líka íslensku astaxantíni.
„Mín eftirlætis vara er AstaSkin. Það hefur virkilega góð áhrif á húð mína, hár, neglur og alhliða heilsu. Ég held að það það sé vanmetið hversu vel við getum viðhaldið heilbrigði húðar innan frá í stað þess að bera á hana krem. Í AstaSkin notum við seramíð, sem er ekki að finna í öðrum bætiefnum á Íslandi. Klínísk próf hafa sýnt góð áhrif seramíðs á rakastig húðarinnar. Neytendur hafa einnig talað um að AstaSkin bægi þurrkblettum frá og stuðli að því að húðin sé slétt og áferðarfalleg. Í neytendakönnunum sjáum við líka mjög sértæk áhrif á svokallaða kjúklingahúð, sem eru litlar bólur á handleggjum og lærum, en með AstaSkin hefur fólk losnað við þær á sex vikum til þremur mánuðum; nokkuð sem var ekki auðvelt að losna við með öðrum leiðum,“ upplýsir Sólveig.
Hún segir astaxantín mikilvægt bætiefni sem helst allir ættu að taka inn fyrir húð, augu, liði og hjarta.
„Það hefur mjög fjölþætt áhrif á heilsuna. Andoxunarefnið astaxantín getum við fengið úr fæðunni en fæst okkar borða nóg af því svo það styðji við heilsuna eins og við viljum sjá.“
Saga Natura er á Suðurhellu 8 í Hafnarfirði. Sími: 562 8872. Netfang: [email protected]. Sjá meira á saganatura.is
Allt annað líf
Sigrún Birna Kristjánsdóttir, bókari, Doulu-nemi og lögfræðingur í framkvæmdateymi Þorpsins tengslaseturs, hefur notað SagaPro með góðum árangri í tvö ár.
„Ég heyrði af SagaPro fyrir um tveimur árum en hafði ekki mikla trú á því í fyrstu því ég hélt að það væri bara fyrir karla og blöðruhálskirtilinn. Svo ákvað ég að gefa því séns því ég þurfti svo oft á salernið á nóttunni og fannst lygilegt hversu fljótt það virkaði því strax á þriðja degi var ég farin að finna áþreifanlegan mun og þurfti bara að fara aðeins einu sinni á klósettið í stað þess að fara tvisvar til þrisvar sinnum, og í dag er bara hending ef ég vakna til að fara á klósettið á næturna. Það er mikil og góð breyting,“ segir Sigrún Birna, ánægð með árangurinn.
Sigrún tók SagaPro upphaflega á kvöldin en tekur það nú að morgni eða um hádegisbil.
„Í sumar prófaði ég að gamni að taka SagaPro áður en ég lagði upp í sjö tíma bílferð frá Kópavogi vestur til Patreksfjarðar. Hér áður fór ég oftsinnis á milli Akureyrar og Reykjavíkur og þurfti þá að stoppa í öllum sjoppum á leiðinni til að létta á mér en þegar ég ók í einni lotu á Vestfirðina í sumar þurfti ég bara tvisvar á salernið. Það kom ánægjulega á óvart og nú tek ég SagaPro fyrri part dagsins því eftir að hafa tekið það inn reglulega í rúmt ár er eins og blaðran hafi jafnað sig yfir nóttina. Því stendur mesta virknin með mér yfir daginn, sem er skemmtileg breyting frá því að þurfa oft og iðulega á klósettið í vinnunni,“ segir Sigrún Birna sem starfar mikið með framkvæmdateymi Þorpsins Tengslaseturs, sem vinnur út frá hugmyndafræði um mikilvægi fyrstu áranna í lífi barna og er stöðugur vettvangur fyrir foreldra og börn þeirra til að sækja fjölbreytta þjónustu, námskeið og fasta tíma í stundatöflu.
„Nú vakna ég úthvíld og hef jafnari orku yfir daginn. Það er mikill munur að geta sofið heila nótt því þegar verst var vaknaði ég upp undir þrisvar á nóttu og þótti það bæði pirrandi og hundleiðinlegt ástand, ekki orðin þrítug þá. Ég var hins vegar svo samdauna ástandinu að ég áttaði mig ekki á að það væri óeðlilegt, en þegar ég sá að ef maður þyrfti að létta á sér oftar en átta sinnum á dag væri um ofvirka blöðru að ræða og féll ég klárlega undir þá skilgreiningu án þess að vita það. Því hefur SagaPro gjörsamlega breytt til hins betra,“ segir Sigrún Birna sæl.
Nánar á fréttablaðið.is
Skildu eftir svar