Veiruvirkni íslenskrar ætihvannar

Saganatura nýtir íslenska ætihvönn, bæði laufin og fræin í ýmsar vörur s.s. Voxis, SagaPro, SagaFemme, hálsmixtúrur og fleira. Íslenska ætihvönnin hefur merka sögu og hefð að baki. Hvönnin var einkum talin góð fyrir þá sem voru að ná sér eftir erfið veikindi, til að fá aukið þrek og kraft. Hvönnin var talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og var hún notuð við lungnakvillum. Fyrir allmörgum árum hófust rannsóknir á lækningajurtum við Raunvísindastofnun Háskólans á vegum doktors Sigmundar Guðbjarnasonar, þáverandi Rektors Háskóla Íslands. Þá má helst nefna rannsóknir á veiruvirkni íslenskrar hvannar sem eru teknar saman hér. Nokkrar vísbendingar hafa fengist um veiruvirkni ætihvannarlaufs í íslenskum rannsóknum, þó þær hafi allar verið á frumstigi. Þannig gáfu mælingar í samvinnu við prófessor Halldór Þormar til kynna að útdráttur (extrakt) úr ætihvannarlaufi hefði hemjandi áhrif á RS-veiru. Í sömu mælingum fannst einnig virkni í nokkrum hreinsuðum efnum úr laufinu. Þessum niðurstöðum hefur enn ekki verið fylgt eftir. Síðar var veiruvirkni ætihvannarlaufs skoðuð í samvinnu við prófessor Margréti Guðnadóttur og þá unnið með coxsackie-veiru, sem þykir ill viðureignar. Þar var staðfest nokkrum sinnum veiruhemjandi virkni seyðisins, en ekki tókst sýna fram á eðli virkninnar né hversu mikill styrkur seyðis þyrfti að vera til þess að hindra veiruna, en þó var ljóst að í það minnsta tvö ólík efni ættu hlut að máli. Þessum mælingum hefur heldur ekki verið fylgt eftir lengi. Nú stendur til að taka upp þráðinn að nýju og hefja á ný rannsóknir á veiruvirkni ætihvannar. Í samvinnu við erlenda rannsóknarstofunun er nú verið að undirbúa prófanir á ætihvannar útdrætti og smáþörungaútdrætti á þrjár veirur: Kóróna veiruna, Influensu A veiruna og rhinovirus kvefveiruna.

Bítið – Getur ætihvönnin drepið veirur?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0