Um 70% kvenna finna fyrir einkennum þvagfærasýkingar
einhvern tímann á lífsleiðinni (1).
Stór hluti kvenna glímir við endurteknar þvagfærasýkingar í gegnum ævina. Þær konur sem hafa upplifað sáran sviða við þvaglát og stöðuga þörf til að pissa vita að það er eitthvað sem þær gætu alveg hugsað sér að vera án. Allir geta fengið blöðrubólgu, en ef þú ert kona og stundar kynlíf aukast líkurnar á því að fá þvagfærasýkingu margfalt. Allar konur ættu því að þekkja einkennin vel, til þess að geta gripið snemma inn og aukið líkurnar á því að hægt sé að meðhöndla sýkinguna án sýklalyfja.
1. Konur eru líkegri til þess að fá blöðrubólgu en karlar
Þvagrásarop kvenna er nálægt bæði endaþarmsopinu, svo það eru miklar líkur á því að bakteríur smitist á milli. Þó þvagblaðran sé nokkuð vel varin gegn óviðkomandi bakteríum og sýklum úr umhverfinu, kemur fyrir að bakteríur loða við slímhúðina og komast upp þvagrásina og valda sýkingu. Konur hafa líka styttri þvagrás en karlar og því enn meiri líkur á að bakteríur geti ferðast upp í þvagblöðruna og valdið sýkingu.
Talað er um króníska blöðrubólgu þegar einstaklingur fær þrjár eða fleiri sýkingar á ári (2). Ástæða krónískrar blöðrubólgu eru margvíslegar og mismunandi eftir æviskeiðum. Erfðaþættir kvenna, magn hormóna á meðgöngu eða við tíðahvörf sem og sjúkdómar geta haft áhrif á slímhúðina í þvagfærunum, orsakað minna viðnám og gert sýklum auðveldar fyrir að ferðast upp þvagrásina og valda sýkingu.
2. Kynlíf er ein helsta orsök blöðrubólgu
Algengast er að bakterían E.coli úr endaþarminum valdi sýkingum í þvagfærum. Þegar við stundum kynlíf geta bakteríur ferðast á milli og komist upp þvagrásina. Þess vegna er mjög mikilvægt að konur muni alltaf að pissa eftir kynlíf, en með því er líklegra að bakteríurnar skolist út úr þvagrásinni, hafi þær smitast á milli.
3. Gullna reglan – alltaf að þurrka sér frá píku að rassi
Konur ættu alltaf að þurrka sér frá píku aftur að rassi, en með því eru minni líkur á því að bakteríur frá endaþarmi smitist yfir í þvagrásina.
4. Meiri líkur á sýkingu á meðgöngu og við brjóstagjöf
Nokkuð algengt er að konur fái blöðrubólgu á meðgöngu. Aukin sýkingarhætta skýrist einkum af hormónabreytingum, ásamt þeim líkamlegu breytingum sem líkami kvenna gengur í gegnum á meðgöngu. Dæmi um slíkar breytingar er aukinn þrýstingur á þvagblöðruna sem minnkar flæði þvagsins, konur geta átt erfiðara með að tæma blöðruna, einnig ef meðgöngusykursýki greinist. Saman geta þessar breytingar stuðlað að því að kjöraðstæður myndast fyrir vöxt baktería og þær valdi sýkingu.
5. Að drekka nóg er auðvelt og getur verkað fyrirbyggjandi
Aukin vatnsdrykkja getur hjálpað til við að losa út bakteríur og sýkla, en með því að drekka vel, verða þvaglát tíðari og þvagið minna ertandi og er mikilvægt að tæma blöðruna vel. Bakteríur geta auðveldlega fjölgað sér í þvagi sem situr eftir í blöðrunni.
6. Sumar konur eru líklegri til að fá blöðrubólgu en aðrar
Erfðaþáttur sumra kvenna veldur því að bakteríur eiga auðveldara með að festast í slímhúðinni og af þeim sökum virðist blöðrubólga vera algengari í sumum fjölskyldum en öðrum (2). Ungar konur sem fá endurtekna blöðrubólgu, hafa oft fengið blöðrubólgu sem barn og eiga þær gjarnan móður sem hefur fengið blöðrubólgu.
7. Hormónabreytingar hafa áhrif
Hormónabreytingarnar í líkamanum geta gert það að verkum að konur eru viðkvæmari fyrir sýkingum á breytingaskeiðinu og eftir það.
Helstu einkenni blöðrubólgu
Erting í slímhúðinni og bólgubreytingar valda því að hún verður rauð, bólgin og aum sem veldur sviða þegar konur pissa. Einnig getur komið fram verkur í neðanverðum kvið. Sumar konur finna fyrir stöðugri þörf til að pissa, jafnvel þegar þvagblaðran er tóm. Eldri konur geta átt erfitt með að halda þvagi. Þvagið getur einnig lyktað illa, verið dökkt og skýjað. Ef blóð er í þvagi skal leita tafarlaust til læknis.
Hjálp ég er með blöðrubólgu – hvað á ég að gera?
Ef sýking greinist í þvagi er algengast að hún sé meðhöndluð með sýklalyfjum, einnig eru til jurtalyf eins og Lyngonia sem meðhöndla sýkingu í þvagfærum.
Sýklalyf eru mikilvæg til þess að meðhöndla hættulegar sýkingar, en ofnotkun þeirra getur haft slæmar afleiðingar í för með sér s.s. sýklalyfjaónæmi. Lyngonia er þar dýrmætur valkostur. Lyfið verkar staðbundið í þvagrás og hefur því ekki skaðleg áhrif á þær bakteríur sem eru nauðsynlegar fyrir okkar líkamsstarfssemi.
Lyngonia er eina lyfið við þvagfærasýkingum sem fæst án lyfseðils og því hægt að hefja meðferð um leið og fyrstu einkenna verður vart.
Jurtalyfið Lyngonia
Lyngonia er eina viðurkennda meðferðin við vægum þvagfærasýkingum hjá konum, sem ekki er hefðbundið sýklalyf. Lyngonia er ætlað konum sem fá endurteknar þvagfærasýkingar þegar læknir er búinn að útiloka önnur alvarleg veikindi. Jurtalyfið inniheldur sortulyng og vinnur gegn einkennum þvagfærasýkinga svo sem brunatilfinningu og auknum þvaglátum. Það fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart. Lyngonia er ekki fyrirbyggjandi meðferð.
61% kvenna náðu fullum bata þvagfærasýkingu með Lyngonia
Klínísk rannsókn sem birt var árið 2021 sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia* í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum.
Gagnlegar upplýsingar
Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og tilgreinda ábendingin fyrir notkun þess er eingöngu byggð á langri sögu um notkun lyfsins. Notkun: 2 töflur 2-4 sinnum á dag. Notið ekki lengur en viku. Hafið samband við lækni eða heilbrigðisstarfsmann ef einkenni versna eða eru viðvarandi í meira en 4 daga. Notið ekki ef truflun á nýrnastarfsemi er þekkt. Ekki ætlað yngri en 18 ára, körlum, þunguðum konum eða konum með barn á brjósti. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á serlyfjaskra.is.
Heimildir
Einarsson, GV. Heilbrigðisvísindi. Vísindavefurinn. [Online] 2003. https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3383#.
G Bonkat, R Bartoletti, F Bruyére, T Cai, SE Geerlings, B Köves, S Schubert, F Wagenlehner. European Association of Urology. Urological Infections. [Online] 2020. https://uroweb.org/guideline/urological-infections/.
* Lyngonia er markaðssett undir heitinu Arctuvan í Þýskalandi.