Burt með blöðrubólguna
Trönuber til að hindra þvagfærasýkingu
Trönuber eru eitt elsta húsráðið við blöðrubólgu. Í fyrstu var talið að trönuber virkuðu með þeim hætti að gera þvagið nægilega súrt til að drepa bakteríur í þvaginu. Nú hafa klínískar rannsókir sýnt fram á að trönuberin geti komið í veg fyrir að bakteríur loði við veggi þvagfæranna og orsaki sýkingu.
Meðferð án sýklalyfja
Lyngonia er einstök meðferð án sýklalyfja til meðhöndlunar á vægum, endurteknum þvagfærasýkingum kvenna. Lyfið inniheldur úrdrátt úr sortulyngi sem hefur þekkta verkun og langa sögu um virkni gegn vægri blöðrubólgu. Dregur úr sýkingareinkennum s.s. brunatilfinningu og tíðni þvagláta.
Klínísk rannsókn sem birt var árið 2021 sýndi að 61% kvenna náðu fullum bata af þvagfærasýkingum með Lyngonia í stað meðferðar með sýklalyfjum. Rannsóknin markar tímamót þar sem sýklalyfjaónæmi ógnar verulega heilbrigði okkar og er mikið kapp lagt á að finna önnur meðferðarúrræði. Lyngonia er eina lausasölulyfið fáanlegt við endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum.
Fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart.