Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er ein algengasta orsök alvarlegrar og varanlegrar sjónskerðingar hjá fólki yfir fimmtugt. Þó engin lækning sé til við sjúkdómnum hefur umfangsmikil vísindarannsókn, þekkt sem AREDS2 (Age-Related Eye Disease Study 2), sýnt fram á að sérstök samsetning vítamína og andoxunarefna getur marktækt hægt á framgangi hans hjá ákveðnum hópi fólks.
Rannsóknin var skipulögð og styrkt af National Eye Institute (NEI) og fór fram á yfir 80 rannsóknarmiðstöðvum víðsvegar um Bandaríkin.
Dregur úr líkum að sjúkdómur þróist yfir á lokastig
Megin ávinningur AREDS2 formúlunnar er forvarnargildi hennar fyrir þá einstaklinga sem þegar hafa verið greindir með augnbotnahrörnun. Fyrir þennan hóp getur daglega inntaka á AREDS2 bætiefnum dregið úr líkum á því að sjúkdómurinn þróist yfir á alvarlegasta lokastigið um u.þ.b. 25% á fimm ára tímabili.
Innihaldsefnin í AREDS2 eru sérvalin til að vernda augnbotninn
- Lutein og Zeaxanthin
Þessi náttúrulegu karótenóíð safnast fyrir í augnbotninum þar sem þau virka eins og innri sólgleraugu, sía skaðlegt blátt ljós og verja viðkvæmar ljósnemafrumur gegn oxunarskemmdum. - C- og E-vítamín
Öflug andoxunarefni sem vernda frumur augans gegn ágangi sindurefna. - Sink og Kopar
Sink spilar lykilhlutverk í heilbrigði sjónhimnunnar og kopar er bætt við til að tryggja jafnvægi steinefna í líkamanum.
Sérstaða AstaEye – Alhliða vernd og aukin virkni
AstaEye inniheldur auk AREDS2 formúlunnar andoxunarefnið astaxanthin, sem er eitt öflugasta andoxunarefni náttúrunnar. Saman mynda innihaldsefnin öfluga og alhliða vörn fyrir augun sem vinnur á mörgum vígstöðvum samtímis.
Helstu kostir Astaxanthins fyrir augun:
- Dregur úr augnþreytu og álagi
Í nútímasamfélagi er augnþreyta vegna skjánotkunar algengt vandamál. Astaxanthin getur dregið úr einkennum eins og þokusýn, sviða og erfiðleikum við fókus. - Eykur blóðflæði
Astaxanthin getur bætt blóðflæði í fíngerðum háræðum augans, sem þýðir betri flutning á súrefni og næringarefnum til sjónhimnunnar. - Öflug bólgueyðandi verkun
Astaxanthin er þekkt fyrir að slá á bólgur, en langvinn bólga er talin vera einn af áhættuþáttum margra augnsjúkdóma. - Víðtæk andoxunarvörn
Ólíkt lúteini og zeaxanthin, sem einbeita sér að augnbotninum, dreifist Astaxanthin víðar um augað og veitir þannig alhliða vörn fyrir allar frumur þess.
AstaEye býður upp á eina öflugustu næringarfræðilegu vörn sem völ er á fyrir augun. Hún er ekki aðeins vörn fyrir þá sem eru í áhættuhópi fyrir augnbotnahrörnun, heldur einnig stuðningur við alla þá sem vilja viðhalda sem bestri sjón og augnheilsu eins lengi og unnt er.
Astaxanthin: Ofur andoxunarefnið sem verndar sjónina
Hvað er aldurstengd augnbotnahrörnun?
Ég er hætt að finna fyrir augnþurrki
Fyrirbyggjandi aðgerðir geta haft mikil og jákvæð áhrif á augnheilsuna
Quick ViewSetja í körfuAstaEye
4.535 kr.
Quick ViewSelect planAstaEye – Áskrift
Frá:4.535 kr.Original price was: 4.535 kr..3.628 kr.Current price is: 3.628 kr.. / mánaðarlega


















Skildu eftir svar