Algengar spurningar um Lyngonia

Afhverju er ekki mælt með Lyngonia fyrir karlmenn?

Konur eru líklegri en karlmenn til að fá þvagfærasýkingu þar sem þvagrás þeirra er styttri. Þvagfærasýkingar hjá karlmönnum á alltaf að rannsaka af lækni til að útiloka alvarlega kvilla eins og meðfæddan galla í þvagblöðru eða kynsjúkdóm. Með hækkandi aldri eykst tíðni þvagfærasýkinga hjá körlum og má rekja það til stækkunar á blöðruhálskirtli, sem veldur því að þvagblaðran nær ekki að tæmast við þvaglát og bakteríur þrífast vel í því þvagi sem situr eftir. Slíkt krefst einnig skoðunar af lækni. Lyngonia er því ekki ætlað til sjálfsmeðhöndlunar hjá karlmönnum með þvagfærasýkingu en lækni er heimilt að mæla með notkun lyfsins.

Það er sagt að ekki sé ráðlagt að taka Lyngonia nema viku í senn, en hvað þarf þá að líða langur tími þar til má taka aftur?

Þar sem Lyngonia er selt í apótekum án lyfseðils krefst notkun þess ekki eftirlit læknis og því er farið mjög varlega í allri upplýsingagjöf til að tryggja öryggi neytandans. Rannsóknir á sortulyngi, sem er virki jurtaútdrátturinn í Lyngonia, gefa vísbendingar um að jurtin geti haft neikvæð áhrif á starfsemi lifrarinnar sé hún notuð í stórum skömmtum og/eða til lengri tíma. Það er því ekki mælt með notkun Lyngonia lengur en eina viku í senn. Ekki er skilgreindur ákveðinn tími sem þarf að líða milli meðferða, en ráðlagt er að nota Lyngonia ekki oftar en 5 sinnum yfir árið. Ef þörf er á að nota Lyngonia oftar eða til lengri tíma, er ráðlagt að það sé gert í samráði við lækni.

Er Lyngonia öflugra en trönuberjahylki?

Lyngonia er skráð og viðurkennt jurtalyf til meðferðar á endurteknum þvagfærasýkingum hjá konum. Evrópskar Lyfjastofnanir hafa ekki samþykkt trönuber sem lyf til meðferðar á þvagfærasýkingum.

Er Lyngonia notað sem fyrirbyggjandi eða sem meðferð þegar sýking er komin upp?

Lyngonia er tekið inn þegar fyrstu einkenna verður vart og því fyrr því betra. Lyngonia er ekki hugsað sem fyrirbyggjandi meðferð og ekki er ráðlagt er að taka jurtalyfið lengur en eina viku í senn án samráðs við lækni.

Ef kona veit fyrir víst að við ákveðnar aðstæður er hún líkleg til að fá þvagfærasýkingu þá væri hægt að taka Lyngonia áður, en hafa ber í huga að Lyngonia má aðeins nota í 1 viku í senn.

Hvað er æskilegt að taka Lyngonia lengi?

Mælt er með því að taka Lyngonia þar til einkennin eru horfin, þó ekki lengur en 7 daga í senn. Almennt eru konur að taka lyfið í 4-7 daga.

Sortulyng – Náttúrulegt ráð við blöðrubólgu
Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?
Karfan mín
Óskalisti
Nýlega skoðað
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0