AstaEye
4.535 kr.
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
AstaEye er oft tekið við:
- Augnbotnahrörnun
- Augnþurrki
- Hrakandi sjón
- Til að bæta augnheilsu
AstaEye – Augnlæknar mæla með
AstaEye er sérhannað bætiefni til þess að koma í veg fyrir augnbotnahrörnun, augnþurrk og hrakandi sjón. AstaEye inniheldur andoxunarefnið astaxanthin, lútein, zeaxantín ásamt fleiri vítamínum og steinefnum, sérstaklega samsett til að vernda augun og vinna gegn augnbotnahrörnun.
AstaEye er oft tekið við:
- Augnbotnahrörnun
- Augnþurrki
- Hrakandi sjón
- Til að bæta augnheilsu
Augnlæknar mæla með AstaEye. AstaEye byggir á einni stærstu klínísku rannsókn sem framkvæmd hefur verið í Bandaríkjunum og kallast AREDS2*. Niðurstöður leiddu í ljós að þeir þátttakendur sem tóku inn sink, kopar, lútein, zeaxthin ásamt öðrum vítamínum sem styðja við almenna augnheilsu, minnkuðu líkurnar á augnbotnahrörnun um 25%.
AstaEye inniheldur einnig astaxanthin þar sem það hefur jákvæð áhrif á augnbotna og getur minnkað líkurnar á augnþreytu- og þurrki sem svo margir upplifa með hækkandi aldri.
Augnbotnahrörnun er sjúkdómur sem leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir sjónskerpu og lestrarsjón. Sjúkdómurinn er algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá einstaklingum eldri en 50 ára. Hrörnun í augnbotnum er algengari með hækkandi aldri. Hægt er að hægja á sjúkdómnum og draga úr líkum á hrörnun með inntöku vítamína.
*AREDS2 rannsókn National Eye Institute er skrásett vörumerki United States Department of Health and Human Services.
Innihald og notkun
Innihald: Askorbínsýra (C-vítamín), d-alfa-tókóferýlsúksínat (E-vítamín), Astaxanthin-ríkir smáþörungar (Haematococcus pluvialis), hylki úr jurtabeðmi (HPMC, litarefni: járnoxíð), lútein og zeaxanthin (úr morgunfrú), sinkoxíð, hrísgrjónamjöl, magnesíum sterat, koparoxíð.
Ráðlagður neysluskammtur: 2 hylki á dag með mat.
Hver dagsskammtur inniheldur:
- Astaxanthin 4 mg
- Lutein 10 mg
- Zeaxanthin 2 mg
- C-vítamín 500 mg (625% NV)
- E-vítamín 270 mg (2250% NV)
- Kopar 2 mg (200% NV)
- Sink 25 mg (250% NV)
Pakkningarstærð: 60 hylki.
Geymist á þurrum og svölum stað þar sem börn ná ekki til.
Ekki er ráðlagt að neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og hollrar fæðu.
Barnshafandi konum, konur með barn á brjósti, börn undir 18 ára aldri og fólk með sjúkdóma er ávallt ráðlagt að leita álits læknis eða annars sérfræðings áður en tekin eru inn fæðubótarefni.
Fróðleikur
Mikilvægt er að taka inn fæðubót fyrir augun til að viðhalda augnheilsu fram eftir aldri. Sérstaklega ef augnbotnahrörnun er í ættinni en einnig ef fólk upplifir augnþreytu eða augnþurrk. Formúlan í AstaEye er þannig samsett að augnlæknar um allan heim mæla með henni. AstaEye inniheldur bæði lútein og zeaxanthin sem eru mikilvæg fyrir augnþroska og sjón fullorðinna auk astaxanthin sem hefur sýnt jákvæð áhrif á augnheilsu.
Saga Natura hefur þróað bætiefnið AstaEye ætlað til að stuðla að góðri augnheilsu. AstaEye er sérstaklega hannað til að koma í veg fyrir hrörnun augnbotna svo og til þess að verja augun gegn útfjólubláum geislum sólar.
Skyldar vörur
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
Íslenskt Astaxanthin getur:
- Minnkað bjúg og bólgur
- Aukið úthald og endurheimt
- Verndað vöðva, hjarta- og æðakerfi, heila, augu og húð
- Verndað húðina gegn UV geislum sólar
15% afsláttur.
Ath. afsláttarkóðar virka ekki á pakka
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
SagaPro er oft tekið til þess að:
- Bæta svefn með því að fækka salernisferðum á nóttu
- Fækka salernisferðum í löngum göngum, hjólreiðum, golfi og skíðum
- Bæta lífsgæði hjá einstaklingum með ofvirka þvagblöðru
- Getur dregið úr bólgum
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
SagaMemo getur:
- Skerpt athygli og einbeitingu
- Minnkað heilaþoku
- Stutt við almenna vitsmunaheilsu
- Haft jákvæð áhrif á minni
Þú færð 20% afslátt ef þú gerist áskrifandi
Smelltu hér til að kynna þér málið
AstaSkin getur:
- Aukið náttúrulegan raka húðarinnar
- Minnkað bólur
- Bætt exem þ.m.t. sólarexem
- Bætt sprungna og þurra húð