Er útferð eðlileg?
Útferð er fullkomlega eðlileg en getur verið mismikil eftir aðstæðum. Útferðin breytist til dæmis yfir tíðarhringinn bæði hvað varðar magn og útlit. Eðlileg útferð er oftast glær eða ljós á litinn og lyktarlaus.
Frí afhending á næsta Dropp stað ef pöntun fer yfir 10.000 kr. |
Útferð er fullkomlega eðlileg en getur verið mismikil eftir aðstæðum. Útferðin breytist til dæmis yfir tíðarhringinn bæði hvað varðar magn og útlit. Eðlileg útferð er oftast glær eða ljós á litinn og lyktarlaus.
Mjög mikilvægt er fyrir heilbrigði legganga að viðhalda eðlilegu sýrustigi (pH gildi). Eðlilegt pH gildi legganga er töluvert súrt, á milli 3.8 og 4.5, sem heldur gerlaflórunni í jafnvægi og verndar gegn sýkingum.
Sveppurinn Candida albicans er hluti af eðlilegri bakteríuflóru legganganna. Þegar sýrustigið raskast nær sveppurinn að fjölga sér umfram góðu bakteríurnar (e. lactobacilli) í leggöngunum og sá ofvöxtur kallast sveppasýking (e. candidiasis).
Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.
Daði Erlingsson komst í kynni við vörur Saga Natura & Florealis árið 2018. Hann hefur verið dyggur viðskiptavinur allar götur síðan og mælir gjarnan með vörunum við vini og vandamenn. Við settum okkur í samband við Daða til þess að fræðast aðeins um söguna hans.
Not a member? Búðu til reikning
Ertu búinn að fá reikning? Skráðu þig inn hér