Algengar spurningar um píkuna
Flestar konur hafa einhvern tíma fundið fyrir óþægindum á kynfærum, með tilheyrandi sviða, kláða og almennum óþægindum. Allt að helmingur kvenna á aldrinum 30-60 ára hafa upplifað óþægindi á kynfærasvæði, sem getur leitt til verkja við samfarir, sviða, eymsla og ertingar. Margar kannast við einkennin, en þau er hægt er að meðhöndla með einföldum hætti. Hér á eftir eru algengar spurningar varðandi óþægindi sem konur finna fyrir.
Hvað er bakteríusýking (e. bacterial vaginosis)?
Í leggöngunum finnast margar gerðir baktería, bæði góðar bakteríur (e. lactobacilli) sem standa vörð um heilbrigði legganganna, en einnig aðrar slæmar bakteríur (e. anaerobes). Góðu bakteríurnar viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngunum (pH-gildi) og með því heilbrigði legganganna. Þegar eðlileg bakteríuflóra legganga raskast, geta slæmu bakteríurnar fjölgað sér umfram aðrar og upp kemur ójafnvægi (e. bacterial vaginosis) sem veldur óþægindum.
Vantar þig enn svar við spurningu?
- Quick ViewSkoða nánar
- Quick ViewSkoða nánar