Algengar spurningar um Rosonia
Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.
Frí heimsending ef pöntun fer yfir 8.000 kr. |
Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.
Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar.
Ég fæ oft rauð útbrot og litlar bólur eftir að ég raka bikínísvæðið, er það eðlilegt? Það er mjög algengt að fá útbrot á húðina eftir að hafa rakað sig eða farið í vax. Útbrotin eru oft smávægilegt húðsýking sem kemur þegar bakteríur eða óhreinindi á húðinni komast ofan í hársekkina eftir að hárin hafa […]
Það er mjög algengt að upp komi sviði eða kláði í kringum blæðingar. Þessi óþægindi eru hinsvegar ekki alltaf sveppasýking. Hjá sumum konum verður breyting á bakteríuflórunni í leggöngum þegar þær fara á blæðingar. Það er vegna þess að sýrustigið í leggöngunum og sýrustig tíðablóðsins er ekki það sama og það hefur áhrif á flóruna.
Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.
Lichen sclerosus er þögull sjúkdómur sem fáir hafa heyrt nefndan. Lítið er um hann skrifað, lítið rætt, þekkingin á sjúkdómnum er stutt á veg komin og kannski lýsandi að enn í dag hefur sjúkdómurinn ekki fengið íslenskt heiti.
Óþægindi á kynfærasvæði er almennt hugtak sem vísar til þess sem veldur kláða, ertingu, sviða eða sársauka í píkunni. Fjölmargar orsakir geta legið þar að baki en grunnorsök þessara einkenna eru bólgur sem myndast vegna baktería, sveppa, veira eða ertandi- og ofnæmisvaldandi efna. Breyting á sýrustigi legganga getur spilað þar stóran þátt. Mikilvægt er að skoða hvar […]
Má ég nota venjulega sturtusápu á píkuna? Það er mikilvægt að þvo píkuna og svæðið í kring vel, líkt og aðra hluta líkamans. Það er oft mikið álag á píkusvæðinu t.d. í tengslum við blæðingar, heilsurækt og kynlíf. Þessu fylgja efni eins og tíðablóð, sviti, munnvatn og sæði sem geta ert píkusvæðið og valdið óþægindum […]
Vond lykt af píkunni getur verið merki um sýkingu en þarf þó ekki að vera það. Það er eðlilegt að það sé einhver lykt af píkunni en ef að passað er að þrífa sig vel þegar maður fer í sturtu og skipa daglega um nærföt þá er óþarfi að hafa áhyggjur. Það er ekki æskilegt að nota ilmvörur til að draga úr lyktinni þar sem að þær geta verið mjög ertandi.
Útferð er fullkomlega eðlileg en getur verið mismikil eftir aðstæðum. Útferðin breytist til dæmis yfir tíðarhringinn bæði hvað varðar magn og útlit. Eðlileg útferð er oftast glær eða ljós á litinn og lyktarlaus.
Not a member? Búðu til reikning
Ertu búinn að fá reikning? Skráðu þig inn hér