Algengar spurningar um Rosonia
Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.
Frí heimsending ef pöntun fer yfir 8.000 kr. |
Hér finnur þú algengar spurningar um Rosonia vörurnar.
Bólur (e. acne) á kynfærum eru nokkuð algengar, en í flestum tilfellum fullkomlega hættulausar. Bólur geta komið hvar sem er á húðina, en það eru fá svæði líkamans jafn viðkvæm og kynfærin okkar.
Ég fæ oft rauð útbrot og litlar bólur eftir að ég raka bikínísvæðið, er það eðlilegt? Það er mjög algengt að fá útbrot á húðina eftir að hafa rakað sig eða farið í vax. Útbrotin eru oft smávægilegt húðsýking sem kemur þegar bakteríur eða óhreinindi á húðinni komast ofan í hársekkina eftir að hárin hafa […]
Það er mjög algengt að upp komi sviði eða kláði í kringum blæðingar. Þessi óþægindi eru hinsvegar ekki alltaf sveppasýking. Hjá sumum konum verður breyting á bakteríuflórunni í leggöngum þegar þær fara á blæðingar. Það er vegna þess að sýrustigið í leggöngunum og sýrustig tíðablóðsins er ekki það sama og það hefur áhrif á flóruna.
Óþægindi á ytri kynfærum og í leggöngum kvenna eru oft meðhöndluð sem sveppasýking. Sveppasýking er hins vegar alls ekki alltaf ástæðan fyrir óþægindum á kynfærum. Yfir helmingur tilfella eiga sér aðra skýringu.
Not a member? Búðu til reikning
Ertu búinn að fá reikning? Skráðu þig inn hér