
Endurtekin blöðrubólga – Hvað er til ráða?
Þvagfærasýkingar hafa áhrif á stóran hluta mannkyns. Um það bil 150 milljónir kvenna um allan heim fá þvagfærasýkingu á hverju ári. Meira en helmingur kvenna fær þvagfærasýkingu að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, en jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum hennar.