[et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.29.3″ background_image=“https://saganatura.is/wp-content/uploads/2019/10/bg-header.jpg“ custom_padding=“54px|0px|14px|0px|false|false“][et_pb_row custom_padding_last_edited=“on|desktop“ module_class=“ et_pb_row_fullwidth“ _builder_version=“4.0.3″ width=“89%“ width_tablet=“80%“ width_phone=““ width_last_edited=“on|desktop“ max_width=“89%“ max_width_tablet=“80%“ max_width_phone=““ max_width_last_edited=“on|desktop“ custom_margin=“-79px|||“ custom_margin_tablet=““ custom_margin_phone=““ custom_margin_last_edited=“on|desktop“ custom_padding=“||0|82px|false|false“ custom_padding_tablet=“|||0px“ custom_padding_phone=“|||0px“ hover_enabled=“0″ make_fullwidth=“on“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.25″ custom_padding=“|||“ custom_padding__hover=“|||“][et_pb_text _builder_version=“3.29.3″ text_font_size=“18px“ custom_padding=“14px||“ custom_padding_tablet=“0px||“ custom_padding_phone=““ custom_padding_last_edited=“on|phone“]

Algengar spurningar um vörur KeyNatura

Hér má finna svör við algengum spurningum. Spurningarnar eru flokkaðar eftir vörutegundum

Spurt um SagaPro

Hverjir nota SagaPro?

Notendur SagaPro eru iðulega fólk sem hefur þjáðst af tíðum þvaglátum. SagaPro gagnast bæði konum og karlmönnum með ofvirka blöðru.
Karlmenn með góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli hefur verið stærsti notendahópur af vörunni um árabil.

Er komin reynsla á vöruna?

SagaPro hefur verið á markaðnum frá árinu 2005 og notið sívaxandi vinsælda. Varan var prófuð af nokkrum einstaklingum í tvö ár áður en ákveðið var að fara út í framleiðslu. Sú prófun benti til þess að varan gæti hjálpað fólki sem þjáist af tíðum þvaglátum.

SagaPro er eina íslenska náttúruvaran sem hefur farið í gegnum klíníska rannsókn. Rannsóknin sýndi fram á að SagaPro fækkar þvaglátatíðni hjá þeim sem eru með litla eða minnkaða blöðrurýmd. Rannsóknin sýndi einnig fram á að SagaPro er örugg vara sem þolist vel.

Hvaða rannsóknir liggja á bakvið efnin í SagaPro?

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á efnum sem finnast í ætihvönn, bæði hérlendis sem erlendis. Ætihvannarlauf innihalda flavónóíða sem taldir eru hafa slakandi áhrif á sléttar vöðvafrumur. Þróunarstarf okkar er mjög metnaðarfullt og framleiðsluferlið tryggir að magn lífvirkra efna í vörunum haldist óbreytt frá því magni sem er í hráefninu.

Hversu mikið á að taka af SagaPro og hve oft?

Ein tafla á dag á að nægja, en margir segjast ná betri árangri ef tvær töflur eru teknar. Fólk byrjar gjarnan á því að taka tvær töflur á dag í upphafi notkunar. Best hefur þótt að taka töflurnar fyrir svefn ef um næturþvaglát er að ræða.


Hvað tekur langan tíma að finna fyrir breytingu á tíðni þvagláta?

Fólk hefur sagst merkja áhrif frá allt niður í fimm daga frá upphafi notkunar. Margir sem finna ekki fyrir breytingu fyrr en eftir lengri tíma, en fjörutíu daga skammtur á að nægja til að taka allan vafa um hvort SagaPro gagnast eða ekki. Rétt er að leita læknis ef um tíð þvaglát er að ræða því orsakir fyrir þeim geta verið margvíslegar. Þetta á sérstaklega við um karlmenn.

Getur SagaPro hjálpað konum?

Margar konur taka SagaPro og segjast njóta góðs af. Ofvirk blaðra er algeng orsök tíðra þvagláta og hrjáir bæði kyn. Við teljum að þar sé að finna skýringuna fyrir notkun kvenna á SagaPro.

Sykursýki og tíð þvaglát – Getur SagaPro hjálpað í þannig tilfellum?
Þeir sem nú þegar njóta meðhöndlunar læknis við sykursýki geta prófað SagaPro eins og aðrir.

Er virknin í SagaPro mæld?

Framleiðsluferlið tryggir að hver tafla innihaldi um 100 mg af lífvirkum efnum.

Eru einhverjar neikvæðar aukaverkanir af SagaPro?
Það eru engar, þekktar neikvæðar aukaverkanir af neyslu SagaPro. Þó er alltaf almennur möguleiki á því að fólk hafi einhvers konar plöntuofnæmi.

Spurt um Voxis

Hvað er sérstakt við Voxis?
Voxis inniheldur efni úr ætihvannarlaufi. Rannsóknir hafa sýnt að efni í ætihvönn geti unnið gegn veirum.
Hvað þýðir nafnið?

Nafnið táknar „hina íslensku rödd“. Orðið „vox“ þýðir „rödd“ á latínu og „is“ er alþjóðlegur landakóði Íslands.

Hvað þýðir nafnið?

Nafnið táknar „hina íslensku rödd“. Orðið „vox“ þýðir „rödd“ á latínu og „is“ er alþjóðlegur landakóði Íslands.

Spurt um SagaVita

Úr hverju er SagaVita unnin?

SagaVita er unnið úr fræjum íslenskrar ætihvannar

Við hverju er SagaVita notað?

Notendur SagaVita hafa notað vöruna til varnar veirusýkingum og til að fyrirbyggja kvíða. Rannsóknir sýna að fræ íslensku hvannarinnar innihalda efni sem geta skipt máli í þessu sambandi.

Hversu margar töflur af SagaVita má taka og hversu oft?

Ráðlagður dagskammtur er ein tafla. Fyrir flesta ætti það að nægja en ef nauðsynlegt þykir er í lagi að taka tvær töflur.

Hvaða rannsóknir liggja á bakvið efnin í SagaVita?

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á ætihvönn, bæði hérlendis sem erlendis. Þróunarstarf okkar er mjög metnaðarfullt og framleiðsluferlið tryggir að magn lífvirkra efna í vörunum haldist óbreytt frá því magni sem er í hráefninu.

Af hverju má ekki nota SagaVita meðfram sólböðum eða ljósabekkjanotkun?

Lífvirk efni í hvannarfræjum geta aukið ljósnæmi húðar og gert hana viðkvæmari fyrir sól. Þetta fyrirbrigði er þekkt í mörgum jurtum og má nefna sellerí sem dæmi.

Er óhætt að taka SagaVita með lyfjum?
Fólki sem tekur lyf er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni áður en það hefur neyslu fæðubótarefna. Almenn regla er að leyfa að minnsta kosti tveimur tímum að líða á milli inntöku lyfja og fæðubótarefna. Þetta er gert til að forðast það að fæðubótarefni hindri virkni lyfs eða auki hana. Þetta á við um öll fæðubótarefni.
Framkallar SagaVita einhverjar aukaverkanir?
Angelica getur aukið ljósnæmi húðar og því ber að varast sólböð og ljósabekkjanotkun. Möguleiki á plöntuofnæmi er til staðar, en það á við um allar plöntuafurðir. Fólki sem tekur blóðþynnandi lyf og fólki sem þarf að fara í aðgerð er bent á að SagaVita hefur blóðþynnandi áhrif. Slík áhrif ber að varast í þeim tilfellum (þó þau séu jafnan talin jákvæð í öðrum tilfellum). Fólki er ráðlagt að hafa samband við lækni ef vafi leikur á.

Spurt um SagaMemo

Úr hverju er SagaMemo unnið?

SagaMemo er unnið úr fræjum íslenskrar ætihvannar og íslensku blágresi.

Við hverju er SagaMemo notað?

SagaMemo er notað af fólki sem vill viðhalda heilbrigðu minni.

Hvaða rannsóknir liggja á bakvið efnin í SagaMemo?

Sýnt hefur verið fram á samvirkni innihaldsefna SagaMemo. Rannsóknir á tilraunastofu benda til þess að innihaldsefnin geti hindrað niðurbrot taugaboðefnisins asetýlkólíns. Þær tilraunir fóru fram á tilraunastofu og hafa niðurstöðurnar verið birtar í ritrýndu tímariti. Umtalsverðar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á ætihvönn, bæði hérlendis sem erlendis. Þróunarstarf okkar er mjög metnaðarfullt og framleiðsluferlið tryggir að magn lífvirkra efna í vörunum haldist óbreytt frá því magni sem er í hráefninu.

Er óhætt að taka SagaMemo með lyfjum?

Fólki sem tekur lyf er ráðlagt að ráðfæra sig við lækni áður en það hefur neyslu fæðubótarefna. Almenn regla er að leyfa að minnsta kosti tveimur tímum að líða á milli inntöku lyfja og fæðubótarefna. Þetta er gert til að forðast það að fæðubótarefni hindri virkni lyfs eða auki hana. Þetta á við um öll fæðubótarefni.

Framkallar SagaMemo einhverjar aukaverkanir?
SagaMemo getur aukið ljósnæmi húðar og því ber að varast sólböð og ljósabekkjanotkun. Möguleiki á plöntuofnæmi er til staðar, en það á við um allar plöntuafurðir. Fólki sem tekur blóðþynnandi lyf og fólki sem þarf að fara í aðgerð er bent á að SagaMemo hefur blóðþynnandi áhrif. Slík áhrif ber að varast í þeim tilfellum (þó þau séu jafnan talin jákvæð í öðrum tilfellum). Fólki er ráðlagt að hafa samband við lækni ef vafi leikur á.[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section][et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.29.3″ background_color=“#f58a20″ use_background_color_gradient=“on“ background_color_gradient_start=“#f58a20″ background_color_gradient_end=“#f58a20″ background_image=“https://saganatura.is/sagamedica.is/wp-content/uploads/2019/09/Orange-Simple-Gradient-1.jpg“ background_enable_image=“off“ custom_margin=“4px|||||“ custom_padding=“0px|0px|0px|0px||“][et_pb_row _builder_version=“3.29.3″ custom_padding=“40px|||||“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.29.3″][et_pb_text _builder_version=“3.29.3″]

Endurgjöf og ábendingar frá viðskiptavinum eru mikils virði fyrir starfsfólk KeyNatura.

Segðu okkur þína sögu? Senda

[/et_pb_text][et_pb_text _builder_version=“3.29.3″ text_orientation=“center“]

[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section][et_pb_section fb_built=“1″ admin_label=“Section“ _builder_version=“3.29.3″ background_color=“#3c3d41″ use_background_color_gradient=“on“ background_color_gradient_start=“#474747″ background_color_gradient_end=“#474747″ background_enable_image=“off“ custom_padding=“0px||0px|“ custom_padding_tablet=“0px||0px|“ transparent_background=“off“ padding_mobile=“on“ make_fullwidth=“off“ use_custom_width=“off“ width_unit=“on“ global_module=“240492″ saved_tabs=“all“ locked=“off“][et_pb_row column_structure=“1_3,1_3,1_3″ _builder_version=“3.29.3″][et_pb_column type=“1_3″ _builder_version=“3.29.3″][et_pb_image src=“https://saganatura.is/sagamedica.is/wp-content/uploads/2019/09/key.jpg“ _builder_version=“3.29.3″ width=“53.1%“ custom_margin=“|234px|19px||false|false“ custom_padding=“43px|53px|6px|0px|false|false“][/et_pb_image][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_3″ _builder_version=“3.29.3″][et_pb_text _builder_version=“3.29.3″ custom_padding=“18px||0px|||“]

KeyNatura ehf.

Suðurhella 8, 221 Hafnafjörður

+354 562 8872

Kt: 580914-1280

[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_3″ _builder_version=“3.29.3″][et_pb_image src=“https://saganatura.is/sagamedica.is/wp-content/uploads/2019/09/Heimsida-icons.png“ _builder_version=“3.29.3″ custom_margin=“|-168px||||“ custom_padding=“|0px|2px|||“][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]

Loka Karfan mín
Loka Óskalisti
Nýlega skoðað Close
Loka

Loka
Leiðsögn
Flokkar
Karfan mín
Karfan er tóm
Byrjum að versla!
Byrjaðu að versla
0